Úrval - 01.09.1972, Blaðsíða 24

Úrval - 01.09.1972, Blaðsíða 24
22 tJRVAL þeirrar minnisverðu reynslu aðnjót- andi að mega taka þátt I slikri þjálfun með höfrung, sem ég þekkti undir nafninu Makai. Visindamenn voru að gera tilraunir með „hreyfanlegt heim- ili” á hafsbotni úti fyrir Makapuu- höfða, og var það kallað Habitat II. Ein tilraunin átti að skera úr um, hvort Makai væri reiðubúinn til þess að „sendast” með verkfæri til min og afhenda mér þau, þar sem ég vann rétt hjá húsinu á 72 feta dýpi. (Menn vona, að hægt muní verða að nota höfrunga sem sendisveina og komast þannig hjá þeirri fyrirhöfn að verða annaðhvort að draga hafsbotrshúsiö upp á yfir- borðið eða nota kafara til slikra sendj- ferða, en þeir þurfa alltaf langan tima til afþrýstings hverju sinni.) Ég smeygði mér út um lúguop út i grugg- ugan sjóinn, opnaði rennilásinn framan á kafarabúningnum minum og dró þaðan út litinn poka, sem hafði að geyma eins konar „hrossabrest” úr málmi til þess að gera hávaða með og nokkra dauöa fiska (mullet), en þeir eru uppáhaldsmatur höfrunganna. Makai var með þjálfara sinum i litlu flotbúri við yfirborðið. Eg gerði hávaða með „hrossabrest- inum” og gerði þá það merki, sem höfrungnum hafði verið kennt að sýna viðbragð við. Svo beið ég og rýndi áhyggjufullur út i gruggugan sjóinn. Skyndilega kom grár skrokknr Makai i ljós. Ég heyrði svolitið suð. Þar var hljóðsjá (sónan höfrungsins að verki, sem hann notaði nú til þess aö leita min með. Og nú kom hann þjótandi beint i áttina til mii eins og tundur- skeyti. Það leit út eins og hann hlyti að skella beint á mér. En svo snarstanz- aði hann aðeins 40 sentimetra frá andlitsgrimu minni. Hann hemlaði, en það varð ekki greint, að hann hreyfði samt sporðinn eða bægslin. Ég teygði mig ofur varlega eftir skrúflyklinum, sem hékk I gúm- handfangi framarlega i kjaftinum á honum. Sem snöggvastfylltist ég ótta, þegar ég leit þessi ókjör af hvössum tönnum þgrna alveg rétt hjá mér. Éjg flýtti mér að taka skrúflykilinn og stinga nokkrum fiskum upp i kjaftinn, sem beið eftir æti. Svo sneri Makai sér við með eins snöggu viðbragði og hann hafði birzt mér og þaut sem ör i áttina til yfirborðsins. Hann „sér” með hjálp hljóðsjárínnar. Hinn „yfirnáttúrlegi” hæfileiki höfr- ungsins til þess að finna hluti, sem eru utan hans takmarkaða sjónmáls, þvi að sjón hans er fremur takmörkuð, byggist á sérstöku kerfi i likama hans, sem gerir honum fært að greina berg- mál og úr hvaða átt það kemur. Jafn- vel fullkomnustu hljóðsjártæki mannsins standa þessum hæfileika höfrungsins aö baki. 1 50 feta íjarlægð getur hann skynjað, um hvers konar hlut er að ræða, hversu stór hann er og hvernig hann er gerður og kannske einnig, hversu hratt hann hreyfist. Höfrungur, sem bundið hefur verið fyrir augun á, getur synt i gegnum sæg af flóknum og erfiðum hindrunum án þess ab snerta nokkurn hlut á leið sinni. Sé höfrungurinn með augn- bindið látinn velja á milli nýs fisks og plastfisks af aiveg sömu gerð, mun hann alltaf stefna beint á raunveru- lega fiskinn án nokkurra undantekn- inga. Það er almennt álitið, að hljóðsjár- skynjanir og boð höfrungsins eigi upp- tök sin i loftpokum i höfði hans og að hann sendi slik boð út i sjóirin um- hverfis sig i gegnum „melónuna”, sem er fitukennt liffæri i enni hans. Þessi boð skelia á hlutum, sem á vegi þeirra verða. Þetta voru einmitt suðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.