Goðasteinn - 01.03.1965, Page 7

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 7
Íð og bjó þar góðu búi. Hann var kunnáttumaður, og var ckki gott að gjöra móti honum. Hann átti galdrabók, sem brennd var að honum látnum. Eitt barna Sighvats var Einar, faðir Ein- ars, er síðast bjó á Bjólu, dáinn 1900 eða lítið fyrr, greindur gerðarkarl. Annað barn Sighvats var Jórunn móðir dbrm. al- þingismanns Sighvats Árnasonar frá Eyvindarholti, nú (1903) í Reykjavík. 2. Sigurður, bjó í Kerlingardal. Kona hans Ástríður (minnir G- J.). 3. Jón, bjó í Steinum undir Eyjafjöllum. Hans kona Sigurveig Einarsdóttir frá Kerlingardal, Þorsteinssonar. Hans afkomendur í Steinum um aldamót. 4. Vigfús. Hann var yngstur bræðranna, átti Sigríði Einars- dóttur frá Lambafelli. Bjuggu fyrst í Hlíð móti Skúla, þótti þar of þröngt fyrir tvo og fluttu þá að Höfðabrekku. Vigfúsi líkaði þar ekki. Hann fór eftir fá ár að Blesahrauni og bjó þar lengi, var dugnaðar- og ríkisbóndi. Hann gaf hverju hjúa stekk- lamb að vori (eins og G. B.1 nýkomnum). Eftir niðurskurðinn, reiddi hann hingað heim, 1859, aðdáanlega fallega lambgimbur og gaf hana systur sinni, Ingibjörgu (móður Þuríðar), sem þá var hingað komin (1858 65 ára). Oftar gaf hann henni. Kom hér árlega, eftir að hann komst að Blesahrauni. Vigfús Guð- mundsson heitir eftir honum. „Þeir bræður voru engir prakt- menn, en allt þetta fólk var mesta tryggðafólk.“ (Halldóra Bjarnadóttir). Vigfúsar er minnzt í Þjóðólfi 1867, bls. 71: „1 Maí og má- ske í öndverðum Júnímán. þ. á., dó á Síðu (Kirkjubæjarsókn) í Vestur-Skaftafellssýslu í hinni almennu kvefsótt, er þá gekk víðsvegar yfir land, Vigfús Jónsson bóndi á Blesahrauni (Norð- mörk) nálægt 60 ára aldri, ættaður undan Eyjafjöllum, hafði búið þar og á Vestri-Höfðabrekku, en um hin síðustu 18-20 ár þar eystra. Hann var hinn duglegasti og uppbyggilegasti bóndi þar í sveit, hjálpsamur, einarður, og hispurslaus við hvern, sem í hlut átti. Hann lét eftir sig ekkju og tvö börn.“ 5. Kristín, giftist ríkum ekkjumanni Bjarna að nafni. Þau ^ þ. c. Guðmundur Brynjólfsson. Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.