Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 14
Þórarinn Helgason í Þykkvabce
Guiliniindiir
Guðmundur var oftast manna á milli nefndur Gvendur kíkir.
Kíkisnafnið fékk hann af því, að hann var einsýnn, hafði vagl
á auga frá fæðingu.
Hann var fæddur á Nýjabæ í Meðallandi 30. ágúst 1840. For-
eldrar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Er-
lendsson. Sigríður var dóttir Jóns Þórarinssonar, Isleikssonar.
Kona Jóns var Kristín Sigurðardóttir, Oddssonar. Sigríður var
fædd 2. júlí 1803 en Guðmundur maður hennar 1. apríl 1807.
Hann var tvíkvæntur, og var Sigríður fyrri kona hans. Með
henni átti hann tvö börn en með seinni konunni, Þorbjörgu
Bjarnadóttur, 12 börn. Sumir telja þó, að börn Guðmundar með
konum þessum væru enn fleiri. Sjálfur taldi Gvendur kíkir, að
systkini sín væru 30, og tei ég sennilegt, að svo hafi verið, sem
hann sagði.
Frá uppvexti Gvendar kíkis hef ég engar heimildir. Faðir
hans bjó í ýmsum stöðurn, m. a. á Hraunbóli á Brunasandi, og
við þann bæ kenndi Gvendur sig jafnan. Eitthvað var hann
sem stráklingur í Mörtungu, cg á þeim bæ hafði hann ætíð
mætur, enda bjuggu frændur hans þar um langt skeið, Eyjólfur
Þórarinsson afabróðir hans og síðan Oddarnir, niðjar Eyjólfs.
12
Goðasteinn