Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 15
Gvendur kíkir var mikill á velli, bæði hár og gildur. Sein-
legur var hann og stirðlegur í hreyfingum og ekki fríður sýn-
um. Útlimi hafði hann ákaflega stóra. Handleggirnir voru lang-
ir mjög og hendurnar geysimiklar en ekki ófríðar. Talinn var
hann burðamaður en sparneytinn á krafta sína, enda þungur
til allrar vinnu.
Sjóróðra stundaði Gvendur á Suðurnesjum framan af ævi en
var í kaupavinnu á sumrum í austursveitum Vestur-Skaftafells-
sýslu. Eitt sumar réðst hann þó í kaupavinnu að Svínafelli í
Oiæfum til Sigurðar Jónssonar. Ekki gat Gvendur sér gott orð
í Öræfum, cg Öræfingum bar hann því síður góða sögu, kall-
aði hann þá skrælþjóð. Aldrei fór hann öðru sinni austur yfir
Skeiðarársand.
Ekki mun Gvendur hafa verið kominn mikið yfir fimmtugt,
þegar hann hætti að mestu allri vinnu og lagðist í flakk. Lengi
vel lét hann þó heita svo sem hann væri á vertíð á Suðurnesj-
um og í kaupavinnu á sumrum. Alltaf kom hann á svipuðum
tíma austur í sveitir. Var það litlu fyrr en siáttur hófst. Reiddi
hann þá með sér amboðin, minnsta kosti orf og ljá. Hélt hann
þeim sið lengi, eftir að allir vissu, að hann var hættur að bera
ljá í gras. Eina kaupavinna Gvendar í mörg ár var að siá húsa-
garðinn hjá Þórarni Þórarinssyni á Seljalandi í Fljótshverfi. Var
hann að því eina til tvær vikur, að sagt var. Ekki lét Gvendur
þess getið á öðrum bæjum, hve lengi húsagarðurinn stóðst á-
hlaup hans, en hann þóttist mikill sláttumaður og kvaðst bæði
höggva og renna í senn. „Á ég ekki að sópa af húsagarðinum,
Þórarinn frændi"? var eftir honum haft.
Á Seljalandi dvaldi Gvendur lengur en á nokkrum bæ öðr-
um, og engum manni hældi hann til jafns við Þórarinn.
Allan sláttinn var Gvendur á flakki um sveitirnar milli Sanda
(Mýrdalssands og Skeiðarársands). Alltaf valdi hann sömu bæi
til gistingar og var að venju eina til þrjár nætur á bæ. Við-
komu hafði hann ekki á mörgum bæjum, sem hann ekki gisti.
Heldur valdi hann úr efnaheimili til gistingar, einnig nutu viss-
ar ættir hylli hans. Fátæklinga leit hann niður á, og heimskt
fólk vildi hann hvorki heyra né sjá.
Godasteinn