Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 18

Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 18
ig klæddist hann tízkunni, sem hann gerði annars löngum skimp að. Minn.ist ég hans ekki í öðrum fötum síðar, þó að svo kunni verið hafa. Gvendur hafði jafnan stóra pinkla í strigapokum, sem hann reiddi undir sér í hnakknum. Eitt sinn sá ég hann viðra inni- hald poka sinna. Kom þá í ljós fjöldi smápinkla, og var hver þeirra sívafinn snærum. Mundi engum greið leið að kjarna þeirra, en Gvendur var mjög þjófhræddur, enda þótt hann stæli ekki sjálfur. Gvendur var hinn mesti sælkeri, enda holdugur mjög. Ný- mjólk þambaði hann stórum, fengi hann ómælt. Hann var stór- bokki í lund og gerði miklar kröfur um móttökur, þar sem hann kom. Það sem honum þótti miður vera, lét hann óspart uppi á öðrum bæjum. Þannig gaf hann til kynna óskir sínar. Gerði hann og stundum samanburð á bæjum þeim, sem hann gisti: „Á ríkisheimilinu (sem hann nefndi) fær maður ekki ann- að en þennan gallsúra blóðmör, en fátæklingurinn (á öðrum bæ, sem hann nafngreindi), hann skar sauð“. Gvendur var stórorður, blótaði mikið og var allklæminn. - Æskuheimili Skærings Sigurðssonar frá Rauðafelli var einn af bæjum Gvendar. Skæringur minnist þess, að Gvendur týndi tó- baksbauk sínum. Var hann þá orðinn sjóndapur og gat ekki fundið hann og bað Skæring að leita bauksins, sem hann fann að tilvísun Gvendar. Þegar Skæringur kom, segir Gvendur: „Fannstu djöful? Jæja, taktu þá í nefið úr helvítinu“. Enda þótt Gvendur kíkir hefði marga galla venjulegra flakk- ara, var hann búinn miklu andlegu atgerfi, sem flesta þeirra skorti mjög. Hann hafði frásagnarhæfileika svo frábæran, að fáir munu hafa kynnzt öðrum eins. Málfar hans var skýrt og röddin þjál. Ræða hans var ljós og skipuleg. Orðsnilld hans studdi tilbrigði í raddbeitingu, svipbrigðum og snöggum upp- hrópunum, eins og „huhh“, eða gómskellum. Gvendi var létt um mál, hann talaði reiprennandi, af eldmóði og áhuga, en ætlaði þó áheyrendum þó nægan tíma til að njóta brandaranna. Ósjaldan setti að honum hlátur, svo að hann kom engu orði upp. Hlátur þessi var ekki venjulegum hlátri líkur og sást á 16 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.