Goðasteinn - 01.03.1965, Page 19

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 19
lionum, fremur en heyrðist. Gerðist hann þá allgrettinn og gapti ákaflega. Allur bifaðist hann þá upp og niður í sæti sínu. Tung- an lék liðugt út úr öðru munnvikinu, og lágt kæfandi soghljóð heyrðist öðru hvoru. Töldu margir, að hláturinn væri uppgerð- ur í því skyni að fá ráðrúm til umhugsunar. Gvendur hafði lesið mikið íslendingasögurnar og kunni kafla úr þeim utanbókar. Eitt sinn heyrði ég hann segja langan kafla úr Egilssögu. Hygg ég, að ekki hafi neinu skeikað, að rétt væri með farið eftir sögunni. Af rímum, kvæðum, lausavísum og níðbrögum kunni Gvendur heilmikið. Kveðskaparrödd hafði hann ágæta, og þótti ekki lítið til koma að heyra hann kveða. Talið var af sumum mönnum, að Gvendur væri talsvert efn- um búinn, en cngar sönnur vcit ég á því. Og mörg hin síðari ár ævinnar verður ekki séð, að hann ætti margar leiðir greið- ar til fjáröflunar. Þó er um eitt vitað: Hann fékk á flakki sínu borguð mörg áheit, en hann hélt því mikið á lofti, að vel gæf- ist að heita á sig, ef vanda bar að höndum. Kvað hann giftu sína aldrei bregðast, og víst er um það, að ýmsir töldu áheit á Gvend happasæl. Áheitið kaus hann sér oft sjálfur og skyldi það vera skæði. Skæðaskinn var þá í háu verði, móts við flest annað. Það var auðvelt og þægilegt í flutningi. Má því vera, að Gvendur hafi ófáar krónur fengið fyrir þennan varning. Gvendur hélt flakki sínu áfram til ársins 1927. Það sumar var hann hestlaus og fékk reiðslu milli bæja, enda þá orðinn nærri sjónlaus og með stórt, illkynjað æxli á kinn, er að lok- um leiddi hann til dauða. Þetta sumar, í sláttulokin, heimsótti Gvendur okkur hjónin 1 síðasta sinn. Var þá engjahey í sæti á túninu og beðið eftir þurrkinum með óþreyju, svo að lokið yrði við heyskapinn. Og svo kom þurrkurinn - en viti menn, Gvendur, sem setið hafði rólegur í deyfunni margar nætur, vill nú ólmur fara að Mörk 1 næstu sveit. Ég bað hann blessaðan kyrran vera, því að mér hentaði ekki vel að fara frá heyinu, næsta dag væri ekkert í yegi með að fylgja honum. Er Gvendur fann tregðu mína, reiddist hann, og mér rann í skap við hann, þó skömm sé frá ad segja. En þó varð Gvendur að ráða, enda ekki vansalaust Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.