Goðasteinn - 01.03.1965, Side 23
Þorskurinn kom iíka með sílinu og straumnum inn um Horna-
fjarðarós, í stórum torfum. I góðu veðri var reynt að krækja í
hann bæði af þurru landi og af bátum, þegar hann var að reka
um fjörðinn, lifandi, hálfdauður og dauður. Oft hvessti á norð-
an á þennan veiðiskap. Veðrið gruggaði vatnið, svo fiskurinn
drapst. Var þá hvortveggja, að hann rak út úr firðinum eða
á fjörur inni í firðinum. Melatangi, Melavík og Hvanneyjar-
krókur voru þá oft veiðin, að ná inn dauðum og hálfdauðum
fiski. Reyndi þá á árvekni og karlmennsku að vera nógu fljótur
að ná í björgina.
Hornafjörður hefur mjög sandfyllzt af vatnaframburði á síð-
ustu áratugum. Á 19. öld vildi það oft til á vetrum, er ís var
kominn á fjörðinn og fiskurinn leitaði inn með flóðinu, að
hann lenti undir ísnum. Með fjörunni lagðist ísinn niður á grynn-
ingunum og drap fiskinn. Var það venjulega stór þorskur, ó-
gotinn og lifraður vel. Ef menn höfðu grun um, að fiskurinn
hefði lent undir ísnum, var farið með næsta útfalli ,,út á skör“
að vita, hvort nokkuð kæmi undan ísskörinni. Líka var vaðið
með henni og út um leirurnar, þegar fjaraði. Stundum hittist
nokkuð. stundum ekkert, en mikið lá undir ísnum, þar til hann
hlánaði. Var þá oft komið undir vor og fiskurinn farinn að
úldna. Hann þótti góður samt. Kapp var lagt á að ná í hann,
áður en mávurinn næði í lifrina og hrognið.
Þetta átti aðallega við vestri hluta Hornafjarðar. Þarna kom
oft meiri hluti búenda af Mýrum og úr Nesjum, vaðandi um
leirurnar í fiskileit, skinnklæddir, utast fata í skinnsokkum og
á kúskinnskóm, í skinnbrók, er klæddi upp að mitti og svo
margir í skinnstakki um efra bol. Hlýja húfu báru þeir á höfði
og stóran ullartrefil um hálsinn. Áhöld við þennan veiðiskap
voru krækja og ól úr nautsskinni með áfestri fiskinál úr hval-
beini. Var hún bundin í sauðband. Þegar fiskur fannst, var
tekið tii ólarinnar og dregið á hana, meðan til vannst. Hver
dró sína veiði eftir sér og átti það sem hann fann. Þetta var
álitið sem almenningur, þar sem hver mátti bjarga sér að vild.
Aflinn varð oft misjafn og fór eftir dugnaði, lagni og heppni
líkt og í síldinni. Menn sættu lagi að vera á veiðistöðvunurn
Godasteinn
21