Goðasteinn - 01.03.1965, Side 31
Kampastaðir var það býlið, sem bezt var í sveit sett af hjá-
lcigum Oddastaðar. Alllöng bæjarleið var heim á höfuðbólið,
fiskisæl veiðivötn voru skammt undan garði, grösugar engjar
lágu þar út frá túni. Menn hafa ekki gert það að gamni sínu
að ganga burt af þeirri jörð. Sögnin um reimleikann er því
líklega sönn.
V
Svo til í hverri sveit á íslandi eru til rústir eyðibýla, fleiri
eða færri. Sum féllu úr byggð fyrir fáum árum, sum voru ból-
staðir landnámsmanna og lengi höfuðból. Svo var urn Stóruvelli
og Klofa í Landsveit. Af öðrum er því nær engin saga, svo
sem Kampastöðum. Þó er eitt og hið sama um ö'l að scgj.t,
þau cru leifar liðins tíma, nafn og minjar, sem ekki má að
skaðlausu glata. Rústir gamalla eyðibœja má enginn bafa rétt til
að eyðileggja. Allar tóftir eyðibýla cetti að friðlýsa og merkj i
með nafm, böggnu í klett eða festu á steinlímdan varða.
TILHALD
Guðmundur Guðnason sveitardrengur á Minna-Hofi á Rang-
árvöllum fór einu sinni til sóknarkirkju sinnar í Odda. Hann
var þá að „byrja að vakna til lífsins“. Áður en hann fór til
kirkjunnar, nuddaði hann sápu vandlega á hendur sínar. Þetta
þótti undarlegt uppátæki, því sparlega var þá farið með sáp-
una, eins og allt, sem þurfti að kaupa úr kaupstað, en Guð-
mundur var ekki í vandræðum með skýringuna: „Ég geri þettn
til þess, að hendurnar verði lyktarbetri og mýkri, þegar ég fer
að heilsa stúlkunum við kirkjuna“. Af þessu tilefni var kirkju-
ferð Guðmundar minnistæð.
Guðmundur Skúlason frá Keldum
Goðasteinn
29