Goðasteinn - 01.03.1965, Side 37

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 37
Feröafélagar á barmi Miklagils. Veður var þungbúið fyrst í stað en létti í lofti, þegar leið á morguninn. Landið er hrjóstrugt, og allur gróður ber vitni um mikla þurrka. Lítið er því um mannabyggðir á þessum slóð- um. Eftir nálega tveggja stunda akstur, stanzaði bifreiðin í nám- unda gljúfranna. Fullur eftirvæntingar gekk ég fram á gilbarm- inn og leit þá sjón, er ég seint mun gleyma. Þarna opnaðist ótrúlegur hcimur. Upp frá ánni og á báðar hliðar voru hamra- belti og skriður í óteljandi litbrigðum og myndurn. Mér var raunar ekki nýnæmi á að sjá gil og kletta, en þetta var svo miklu stærra og hrikalegra en allt annað, sem ég hafði áður séð, að erfitt varð um samanburð. Drykklanga stund dvaldi ég við þessa dýrðarsjón og gleymdi öllu öðru á meðan. Þarna á suðurbarmi gilsins er dálítið þorp og nokkrir góðir veitingastaðir. Frá þessum stöðum eru farnar skipulegar kynnis- ferðir um nágrennið, og tók ég mér far, ásamt samferðafólki mínu, með einum hópferðavagninum. Leiðsögumaður okkar var þaulkunnugur öllum staðháttum og hinn skemmtilegasti í hví- vetna. Kvaðst hann heita Larson og vera danskur að lang- Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.