Goðasteinn - 01.03.1965, Page 42

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 42
Göniul þula Tuttugu og þrjá Jóna telja má, tvo Árna, Þorkel, Svein. Guðmunda fimm og Þorstein, þá Þorvald, Gunnlaug, Freystein. Einara tvo, Ingimund, Rafn, Eyvind, tvo Þórða þar. Vilhjálmur Gesti verður jafn, Vernharður, tveir Bjarnar. Gissura tvo, Gísla, Runólf, wtí,Grím, Ketil, Stíg, Egil. Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf, Björn og Hildibrand til. Magnúsar tveir og Markús snar, með þeim Hannes, tveir Sigurðar, Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn þar sést hann Narfi hjá. Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá. Þessa gömlu þulu lærði ég af afa mínum Jóni Ólafssyni, sem fæddur var á Torfastöðum í Fljótshlíð n. apríl 1842. Um höf- und vissi hann ekki, en sagðist hafa heyrt, að strákur einn hefði komið að Selatöngum til útróðra, en þar var þá útræði mikið. Varð strákur mötustuttur, sem kallað var, og buðust hásetar á skipum þeim, sem þar reru, að gefa honum mötu til vertíðar- loka, ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Þula þessi ber því vitni, að allmikið útræði hefur verið á Selatöngum, þeg- ar þulan var ort, því í henni eru taldir 73 menn. Nú er þessi gamla verstöð fyrir löngu niður lögð og verður sjálfsagt aldrei aftur upp tekin. 40 Tungu í Fljótshlíð, 20. jan. 1965. Oddgeir Guðjónsson. Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.