Goðasteinn - 01.03.1965, Qupperneq 42
Göniul þula
Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein, þá
Þorvald, Gunnlaug, Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn,
Vernharður, tveir Bjarnar.
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
wtí,Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markús snar,
með þeim Hannes, tveir Sigurðar,
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sést hann Narfi hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn
sjálfur Guð annist þá.
Þessa gömlu þulu lærði ég af afa mínum Jóni Ólafssyni, sem
fæddur var á Torfastöðum í Fljótshlíð n. apríl 1842. Um höf-
und vissi hann ekki, en sagðist hafa heyrt, að strákur einn hefði
komið að Selatöngum til útróðra, en þar var þá útræði mikið.
Varð strákur mötustuttur, sem kallað var, og buðust hásetar
á skipum þeim, sem þar reru, að gefa honum mötu til vertíðar-
loka, ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Þula þessi
ber því vitni, að allmikið útræði hefur verið á Selatöngum, þeg-
ar þulan var ort, því í henni eru taldir 73 menn. Nú er þessi
gamla verstöð fyrir löngu niður lögð og verður sjálfsagt aldrei
aftur upp tekin.
40
Tungu í Fljótshlíð, 20. jan. 1965.
Oddgeir Guðjónsson.
Goðasteinn