Goðasteinn - 01.03.1965, Side 43

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 43
Góður vinur Goðasteins, Kjartan Leifur Markússon frá Hjör- lcifshöfða, kvaddi mannlífið 15. sept. sl. ár, og hafði þá lengi átt við heilsubrest að búa. Er þar góðs drengs að minnast. Kjartan Lcifur var fæddur í Hjörleifshöfða 8. apríl 1895, son- ur hin þjóðkunna sæmdarbónda cg fræðimanns, Markúsar Lofts- sonar, og konu hans, Áslaugar Skæringsdóttur frá Skarðshlíð, sem orðlögð var fyrir myndarskap í hússtjórn og hannyrðum. Kjartan missti föður sinn 1906. Naut heimilið eftir það forsjár Hallgríms Bjarnasonar, sem varð seinni maður Áslaugar. Var hann atorkumaður mikill og góður búþegn í öllum greinum. Kjartan menntaðist vel í heimahúsum, heimilið var bókauð- ugt, gestkvæmt og gestrisið. Er ekki ofsagt, að það hafi verið fulltrúi hins bezta í íslenzkri sveitamenningu. Kjartan nam bú- fræði í bændaskólanum á Hvanneyri, og ævistarf hans var helg- að búskap. Fjölskylda hans fluttist frá Hjörleifshöfða að Suður- Hvammi í Mýrdal. Var Kjartan þá 25 ára. Hann gerðist bóndi í Suður-Hvammi og kvæntist 1932 ágætri konu, Ástu Þórarins- dóttur, cg cignaðist með hcnni þrjú efnileg börn, Áslaugu Hildi, Höllu og Þóri Níels. í heimilislífi naut hann því hamingju, en heilsuleysi kreppti að honum allan efra hlut ævinnar. Hlaut hann Godasteinn 4i

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.