Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 52

Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 52
Þegar í kirkjuna kom, kveikti Jón ljós á kerti, er stóð á koparstjaka á altarinu, íletti upp í ,,Bjarnabókinni“ við lagið ,,! fornöld á jörðu“ og bað mig að spila. Orgelið var svipað að gerð og æfingaorgel mitt á Höfðabrekku. Ég klambraði lagið af. Jón þagði og fylgdist með, lét mig endurtaka og söng þá með. Aldrei hafði ég heyrt þvílíka rödd að magni og hljómi. Ég hafði einu sinni heyrt Jón syngja úti með öðrum, en þarna naut röddin sín betur, innan fjögurra veggja og ótrufluð af hjáróma skrækjum, eins og vera vill, þar sem hver syngur með sínu nefi. Jón lét okkur strákana skiptast á um að spila til að bera saman hvor betur kynni. Var hann furðu naskur að velja þau Jög, sem við réðum bezt við. Annað slagið söng hann með. Að lckum sagði Jón: „Það eru tvö lög, sem ég hef sérstakar mætur á og langar til að biðja ykkur að spila fyrir mig. Annað er nokkuð erfitt fyrir byrjendur. Þetta eru lögin: „Lofið guð, ó, lýðir göfgið hann“ og „Hve gott og fagurt og indælt er“. Ekki Jeizt mér á þetta. Sigurður féllst á að spila fyrra lagið en aftók það síðara, sem hann sagðist aldrei hafa æft. Hann var heldur hlédrægur, prúðmenni í gerð. Sigurður spilaði fyrra lagið og Jón söng með. Ég tók svo til við síðara lagið, en þá tókst nú ekki betur til en svo, að ég fór út af laginu. Jón kvað það ekki gera til og sagði mér að byrja aftur. Tókst þá betur, og Jón klappaði á öxl mér og sagði: „Þú ert bara duglegur, nafni minn“. Þótti mér það góð og uppörfandi viðurkenning. Jón bað mig þá að spila hitt lagið sitt. Ég gerði það og lagði mig allan fram, sem nærri má geta. Jón söng með, og meðan ég Jifi, man ég þann söng, þrunginn þrótti mikilmennis og til- finningum góðmennis, eftir því sem við átti og hið fagra lag gaf efni til. Þessi stund í kirkjunni á Þykkvabæjarklaustri er mér dýrmæt minning. Daginn eftir var breytt veður, frostlaust, austankaldi og skýj- að loft. Jón Brynjólfsson kvað úrkomuvon, er kæmi fram á daginn, og varð sannspár, þvi um kl. 3 fór að rigna, hægt í fyrstu en varð að úrfelli, er hélzt fram undir morgun daginn eftir. Snerist áttin þá á ný til norðurs með léttviðri og frosti. Jón lét Árna vinnumann sinn fylgja mér á hestum austur yfir 50 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.