Goðasteinn - 01.03.1965, Side 53

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 53
Kúðafljót, átti ekki sjálfur heimangengt vegna gests, sem hann átti von á. Við lögðum af stað undir hádegi. Broti var á fljót- inu fyrir vestan Sanda og var svo harður, að næstum hélt hest- unum. Vatnið í brotanum var í hné, svo þetta var lítt fær veg- ur. Austurfljótið var í einum ál, milli hárra skara. Það var mikið vatn og ekki árenniiegt, 40-50 faðmar að breidd, með þungum, sígandi straum. Mikið bar á straumhvirfingum (hring- iðum) í vatninu, og kvað Árni þær stafa frá dældum frá botni. Árni var í vafa um, hvort fljótið yrði sundlaust, en hvergi var um brot að ræða. Skarirnar voru að mestu skarðalausar. Árni ákvað að reyna vatnið en lét mig bíða, Sagðist hann sækja mig, ef sundlaust yrði. Þetta fór að óskum, þótt litiu munaði. Reiðskjóti minn var nokkuð lágvaxinn og flaut nokkrum sinn- um en skilaði mér heilum að austurlandinu. Var sem blessað dýrið vissi, áður en það tapaði fótfestu, og tók þá sem sprett áfram. Ef ég man rétt, þá hef ég sex sinnum sundriðið hesti eftir þctta og man ekki eftir þessum viðbrögðum hjá neinum þeirra. Eystri skörin var sem steyptur veggur, um það fæti hærri en hestarnir, sem við hana stóðu. Vatnið náði þeim þar á miðj- ar síður. Ég skreið þarna næstum mittisvotur úr hnakknum upp á ísinn, og við Árni kvöddumst. Sagði hann að skilnaði: „Pass- aðu nú, Nonni minn, að tapa ekki af veginum, því dimmt verð- ur í kvöld“. Svona báru mig allir fyrir brjósti. Mér hlýnaði um hjarta við ávarpið „Nonni minn“. Þannig ávarpaði mig helzt gamalt fólk, sem mér var einkar gott. Við Árni skildum svo að skiptum, og sá ég hann ekki síðar. Ég hraðaði för minni austur á bóginn. Farið var að bregða birtu, þegar ég fór austur hjá Strönd. Ég hljóp stanzlaust, þar til mér var orðið vel heitt. Jafnt og þétt ágerðist vindur og regn. Ferðinni var heitið að Feðgum í Meðallandi, og reyndist spölurinn þangað lengri en ég hugði, enda aðeins farið þarna um einu sinni áður. Stöðugt versnaði veðrið og var beint í fangið, svo ég hætti að hlaupa. Brátt varð ég gegndrepa, og ofan á þau óþægindi bættist biksvart hlákumyrkur, hið svart- asta, sem ég hef verið úti í. Tryggur félagi minn var að vísu 51 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.