Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 58

Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 58
upp með fljótinu og varð þess vísari, að farvegurinn breikkaði, cr ofar dró. Sneri ég því við og komst brátt að raun um, að vatnsrennan mjókkaði í þá stefnu. Varð ég þá glaðari en frá verði sagt, vonaði, að brátt sæist fyrir vakarendann. Renndi ég mér fótskriðu eftir gljáfægðum ísnum, milli ísjaka, og vökin þrengdist jafnt og þétt. Ég var farinn að gefa straumálnum hýrt auga, þótt ófagur væri álits, þar sem hann ruddi jökum fram á ýmsum endum. Ég var búinn að fara með fljótinu 3-4 km og nærri kominn að mótum Hverfisvatna og Núpsvatna. Ekki sá enn fyrir vakarendann, svo útlitið var slæmt. Bærinn minn var rétt í norður og húsin orðin svo smá, sökum fjarlægðac, að varla urðu greind hvert frá öðru. Áfram hélt ég, og eina vonin var, að vökin næði ekki í vatnamótin. Sú von varð sér ckki til skammar. Vökin endaði í hring, sem var 4-5 faðmar að þvermáli, lítið eitt sporöskjulaga. Þar sogaðist vatnið niður með hröðum snúningskrafti og sveiflaði með sér jökum, stór- um og smáum. Þeir brotnuðu sífellt og moluðu vakarbarmanaa. Nötraði ísinn undir fótum mér, þar sem ég stóð um tvo faðma frá vökinni. Ég horfði góða stund á þessar náttúruhamfarir. Oft hef ég séð vötn í leysingu en aldrei neitt, sem jafnazt hefur á við þennan tröllskap. Nú var leiðin greið um sinn. Vök varð þó enn í vegi, þar sem voru bæjarlækir Maríubakka og Hvols í einum farvegi. Gekk ég spölkorn með honum, þar til ég taldi vætt yfir og varð mittisvotur á vaðinu. Þá var liðið nær kvöldi og frostið að herða. Frusu föt mín í stokk, um leið og ég kom upp úr vatn- inu, svo erfitt varð um gang. Önnur buxnaskálm mín var þverbrotin um hnéð, er heim kom, og gott var að koma heim í blessaðan vinalega og hlýja torfbæinn. Ferðin var á enda án minnsta óhapps, því ekki svo mikið sem eina byltu hafði ég hlotið frá Höfðabrekku að Maríubakka, oftast með flughála ísa undir fótum. Trúlega fylgdi vesalings Tryggur mér, og víst var það satt, sem Höfðabrekkufólkið sagði, að „enginn væri sá einn, cr hest eða hund hefði með sér“. Mér er í minni, hve Tryggur var giaður, þegar við vorum rétt komnir hcim, heim Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.