Goðasteinn - 01.03.1965, Page 60

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 60
Óskar ]ónsson: llillllillg Jón Hallilórsson fyrrv. kaipitÉir Jón Halldórsson, bóndi og fyrrv. kaupmaður í Suður-Vík í Mýrdal er látinn. Með honum er horfið af sjónarsviðinu síðasta barn þeirra hjóna Halldórs Jónssonar og Matthildar Ólafsdóttur, er frægastan gerðu garðinn í Suður-Vík. í hugum þeirra, sern aldnir eru í Vestur-Skaftafellssýslu og víðar um land, ríkir enn mynd rismestu og göfugustu höfðingshjóna, er uppi voru á þeim tíma þar í sveit og þó víðar væri leitað. Með þeim reis mikill og fagur meiður, sem líkur bentu til að lengi fengi staðizt. Byggt var upp blómlegt heimili, er sterkar stoðir stóðu undir og gjöful náttúrugæði. Valið lið dugmikiis fólks valdist á heimili hinna stjórnsömu húsbænda. Efnileg börn þeirra hjóna prýddu heimil- ið og styrktu vaxtarmöguleika þess. 1 árdagssól rísandi menning- ar og manndóms vaknandi þjóðar hófst hér sterkur stofn af m.iklum efnum og mannkostum, sem flestir hugðu óhaggandi vígi þróttmikillar ættar og fjölmenns heimilis. - En hinn mikli ör- lagavaldur, er skiptir, hjó þó hár til rótar. Laufmikill meiður tók að fella blóm cg blöð. Hið mannmarga og glæsilega Suður- Víkurheimili tók að blása upp af ýmsum atvikum, eigi sízt af veðrum þess tíma, er þrifið hefur ómjúkri hendi kjarna þess 58 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.