Goðasteinn - 01.03.1965, Qupperneq 61
bezta úr dreifbýli landsins, er þar fékk sinn vaxtarbrodd. - Þeg-
ar nú Jón Halldórsson, sem stóð af sér veðrin, er allur, hefur
stofninn fallið. Staðreynd er, að ys og þys hins stóra heimilis
er nú að mestu hljóðnaður, foringinn fallinn. Hér er lokið merk-
um og miklum kapitula í lífssögu stórs staðar. En sagan hlýtur
að hefjast á ný. -
Jón var fæddur að Suður-Vík, hinn 23. des 1883. Þau hjónin
Halldór og Matthildur, eignuðust 4 börn. Elzt þeirra var Guð-
laug f. 1881, dáin ógift 1926. Þá Jón fæddur svo sem greinir,
Sigurlaug f. 1887, dáin 1907 og Ólafur Jón fæddur 1893. Hann
kvæntist 1929 Ágústu Vigfúsdóttur frá Flögu, hinni mætustu
konu, eignuðust þau tvær dætur, Matthildi og Ólöfu. Ólafur lézt
1934.
Jón ólst upp í foreldiahúsum. Tók hann snemma þátt í hinni
fjölþættu búsýslu í Suður-Vík bæði við landbúnaðarstörf og nokkra
sjósókn, auk verzlunarstarfa, sem faðir hans var að hefja í Vík
á hans unglingsárum. Gekk hann í verzlunarskóla og lauk þaðan
prófi. - Að því loknu var hann aðalstarfsmaður verzlunarinnar
og annaðist hana að mestu, því faðir hans var oft bundinn við
margháttaða aðra umsýsiu, bæði við búskapinn, sem var mjög
umsvifamikill, póstafgreiðslu og sveitarstjórnarstörf. - Jón stund-
aði verzlunina af mikilli elju og kostgæfni og ávann sér snemma
tiltrú og virðingu viðskiptamanna verzlunarinnar, sem voru marg-
ir og víða að. Vinnutími var þá oft langur í verzlunum, en Jón
lét ekki þar við nema. Flest kvöld sat hann við skriftir og reikn-
ingshald heima og lauk ekki fyrr en gengið var til náða. Var
líf hans allt fastmótað reglusemi í hvívetna. Vetur, sumar, vor
og haust, fetaði hann sömu slóðina frá Suður-Vík út undir,
eins og sagt var í daglegu tali, í verzlunina, alltaf á sama tíma,
svo lítt skeikaði. Meðan faðir Jóns var enn á lífi gaf hann
sig lítt að öðru en verzluninni en er hann lézt, árið 1926, skiptu
þeir að nckkru með sér verkum bræðurnir Jón og Ólafur. Tók
Ölafur að mcstu við rekstri búsins, en Jón hélt áfram rekstri
verzlunarinnar cg t:ók við sveitarstjórnarmálefnum m. fl. Var með
þeim hið ágrtasta samstarf og fullkominn einhugur. Færðust
þeir margt í fang einlcum á sviði ræktunar, stækkandi bú-
Goðastehm
59