Goðasteinn - 01.03.1965, Side 79
tími til heilabrota, bara vinna, vinna af kappi að heyskapnum,
því „stundarglöggur er slátturinn“ sagði gamalt fólk.
Nýjar kenndir tóku að gera vart við sig, er halla tók sumri.
„Tónaregnið táramjúkt“, „Lóan í flokkum flýgur“, „Sumardaga
brott er blíða“ o. fl. í þeim dúr, tregablandinn söknuður, sum-
arið var að kveðja. Inn á milli tregans og saknaðarins féll ein
fagnaðarbylgja - fjallferð, réttir, Landréttir, höfuð- og raunar
eina skemmtun ársins utan heimilis. Fátæk myndi hún að vísu
þykja nú á öld hins mikla gleðskapar.
Og óblandin var réttatilhlökkunin ekki. Kannske var úti mik-
ið af heyi, og svo kom þurrkurinn daginn, sem átti að ríða í
réttirnar. Þá þýddi ekki að tala um réttir. En ef þurrkur var
um fjallferð og búið var að ná inn öllu heyi fyrir réttir, þá var
líka ánægjan og hjartansgleðin tvöföld og réttaferð ekki eftir
talin, sem annars gat komið fyrir.
Svo kom haustið með kyrrð og frið og aukinn hvíldartím.i,
nóg störf eigi að síður og áhyggjur fyrir vetrinum en engin
glögg vegarmerki, fyrr en jólin nálguðust. Og nú reyndi á þetta:
„Áttirðu sumar innra fyrir andann, þó ytra herti frost og kingdi
snjó“? Og til var það hjá góðu og glaðværu fólki. En misjafn
var sá auður, líklega misjafnari en nú? Ég veit það ekki.
Með hjartans kveðju til æskuáranna.
Guðlaugur E. Einarsson.
Godasteinn
77