Goðasteinn - 01.03.1965, Page 90

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 90
Haráldur Guðnason: Li'iðréflini ng viðauki Óskar Einarsson læknir í Reykjavík hefur bent mér á, að eigi sé alls kostar rétthermt það sem segir um dvalarstaði for- cldra Erlends Jónssonar í þætti mínum um Odd Erlendsson hreppstj. í Þúfu (Goðasteinn, i. h. 1964 bls. 27). Ég þakka Ósk- ari fyrir þessar ábendingar, því skylt er að hafa það sem sann- ara reynist. Þar, scm segir frá bænum Helli, er átt við Vetleifsholtshelli í Holtum; þar bjó Jón Oddsson og Halldóra Halldórsdóttir frá vordögum 1796 til fardaga 1798, en þá fluttu þau á part úr heimajörðinni Vetleifsholti og bjuggu þar til 1804 eða 1805, er þau lluttu að Litla-Klofa. Samkvæmt sóknarmanntali Kálfholts- sóknar búa þau 1791 í tvíbýli að Sandhólaferju með stálpuð börn sín. Erlendur, yngsta barn þeirra, er fæddur að Gadd- stöðum á Rangárvöllum, en ekki Helli, eins og segir í þættin- um. Síra Gísli Snorrason í Odda skírir hann og öll hin börnin. Er þá eigi ólíklegt, að þau hjón, Jón og Halldóra, hafi búið á Gaddstöðum (Garðstöðum) allan þann tíma, sem börn þeirra fæðast. Ingveldur Gísladóttir, kona Erlcnds, cr í þætti mínum talin fædd í Lindarbæ, en samkv. kirkjubókum er hún fædd í Hábæ í Þykkvabæ. Gísii, faðir hennar, flytur ekki úr Þykkvabæ að Lindarbæ fyrr en 1791 og er hún því um 15 ára er hún flytur að Lindarbæ með foreldrum sínum. I þættinum segir, að Erlendur hafi byrjað búskap í Lindar- 88 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.