Goðasteinn - 01.03.1965, Side 92
Raddir lesenda
Gcðasteini berast jafnt og þétt vinsamlegar kveðjur frá les-
cndum. Athugasemdir hafa borizt varðandi einstaka atriði í
síðasta hefti.
Björn Guðmundsson frá Rauðnefsstöðum skrifar: „Ekki er það
rétt hermt í Annál Markúsar í Hjörleifshöfða með hestinn hans
Árna, sem úti varð á Gásasandi (Sbr. Njálu með nafnið á
Laufaleitum 1868). Hesturinn fannst um haustið eftir í Brenni-
vínskvíslinni, en hún er vestan við Mælifellssand, og frá henni
er fjögra stunda ferð að næstu bæjum í Skaftártungu. Allbreið
en lág alda er á milli Gásasands og Mælifellssands. Og þó hest-
urinn hafi komizt yfir áðurnefnda kvísl, þá var Hólmsá miklu
austar. Og á þessu svæði gat ekki verið um neinn haga að
ræða, þvi þar eru eingöngu sandar og algróðurlausar melöldur,
aðeins rápsnapir fyrir kindur að sumarlagi. Um þetta hefur
verið skrifað. Merkast af því er máske ritgerð Guðmundar í
Múla“.
Einar Sigurfinnsson á Kirkjuvegi 29 í Vestmannaeyjum skrifar:
„Goðastcin, 3. hefti f. á. þakka ég. Hann færir, eins og áður,
ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Vil ég þar nefna þátt
Kjartans L. Markússonar um Álftaver og Álftveringa. Þar hitt-
ir maður frændur og kunningja, sem vissulega mætti margt segja
um, greiðvikna dugnaðarmenn og kjarnakonur. Þar var áning-
arstaður cg oft gististaður okkar, sem bjuggum austan Kúða-
fljóts, í ferðum til Víkur m. a.
Ekki var það einungis grindin í húsið, sem sr. Bjarni Ein-
arsson byggði á Mýrum, sem var af rekaviði, meiri hluti borð-
viðar, a. m. k. ytri þiljur, var flettir plankar, einnig efni í hurð-
90
Goðasteinn