Goðasteinn - 01.03.1965, Page 95

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 95
Uppgjör vetrarins var á þessa leið: Eg vil geyma mínar gleðiríku stundir, ég vil gleyma því, sem mér var leitt og strítt. Ég vil syngja, þar til sólin gengur undir. Mér er sama þó að ár við bætist nýtt“. Ávarp til áskrifenda Goðasteinn þakkar öllum, sem veitt hafa honum brautargengi. Eiga þar margir hlut að máli. Ritið á stóran og vaxandi hóp tryggra áskrifenda og fórnfúsa umboðsmenn. Mörg fyrirtæki hafa styrkt það með auglýsingum. Nokkrir aðilar hafa veitt beinan fjárstyrk, svo sem áður hefur verið getið. Síðast en ekki sízt skal þakka þeim ágætu mönnum, sem hafa látið ritinu í té frum- samið efni til birtingar. Bíður nokkuð af því næstu hefta. Allt þetta hefur tryggt Goðasteini líf í fjögur ár, og enn eru engin dauðamörk á honum. Þetta hefti lýsir því sjálft, að við höfum reynt að koma til móts við óskir lesenda Goðasteins, hvað varðar breytta heftingu og betri pappír, þótt nokkuð auki það útgjöld. Má þó segja, að þar sé teflt á tæpt vað, því útgáfukostnaður hækkaði til muna á síðasta ári. Tvö hefti af Goðasteini munu koma út á þessu ári. Munu þau verða nokkru efnismeiri en fyrri hefti. Verð þessa árgangs höfum við ákveðið kr. 100,00. Vonum við, að fastir áskrifendur greiði gjald sitt til umboðsmanna okkar eða beint til okkar hingað að Skógum, eftir því sem bezt hentar, fyrir 1. júní þ. á. Ogreidd áskriítargjöld verða innheimt með póstkröfu að upp- hæð kr. 120,00 með hausthefti. Við vonum, að Goðasteinn eignist marga nýja vini á þessu ári og glati engum, sem hann á fyrir. Með alúðarþökk og beztu kveðju. Godasteinn ]ón R. H)álmarsson Þórður Tómasson 93

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.