Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 83
Jón R. Hjál??iarsson:
Baldvin Einarsson,
maður morgunroðans
Þungbærasta tímabil í gjörvallri sögu íslensku þjóðarinnar er
vafalaust síðasti hluti 18. og upphaf 19. aldar.
Móðuharðindin, sem byrjuðu með Skaftáreldum sumarið 1783,
höfðu í för með sér svo óskaplegar hörmungar að næstum höfðu
útrýmt öllu mannlífi í landinu. Á eftir fylgdu svo Napóleons-
stríðin með siglingateppu, vöruskorti og hvers kyns óáran. En
fleira kom og til, sem einnig átti ríkan þátt í að draga þjóðina
niður í eymd og umkomuleysi. Voru það einkum misráðnar að-
gerðir stjórnvalda, er um þetta leyti tóku sig til og lögðu að velli
allar þær stofnanir, sem verið höfðu burðarásar menningar og
þjóðlífs í landinu um aldaraðir og næstum því samfellt frá ár-
dögum íslands byggðar.
Skálholtsstaður hrundi í miklum landskjálftum, er gengu yfir
Suðurland síðsumars 1784, svo að þar stóðu eftir fá hús uppi.
Árið eftir eða 1785 var samkvæmt konungsboði ákveðið að
leggja niður biskupsstól og skóla í Skálholti og flytja hvort tveggja
til Reykjavíkur. Var þar síðan stofnaður hinn svo nefndi Hóla-
vallaskóli, sem starfaði við lítinn orðstír í nokkur ár og fluttist
þá að Bessastöðum. Þá var Alþingi á Þingvöllum lagt niður árið
1798 og flutt til Reykjavíkur, þar sem það hjarði í tvö ár og
var þá endanlega afnumið árið 1800 og í stað þess stofnaður lands-
yfirrétturinn i Reykjavík. Og stjórnarvöldin létu skammt stórra
Goðasteinn
81