Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 73
eigendum sínum jafnt til kirkju sem annarra mannfunda. Hélst
svo lengi uns bílaöldin kom til sögunnar og þeir gátu ekki fylgt
mönnum eftir eins og þegar þeir ferðuðust fótgangandi eða á
hestbaki.
Og verða nú bréfin birt:
Til biskups H. Thordersen.
31. janúar 1854.
Eftir að ég 26. mars f.á. varð á uppboðsþingi orðinn hæst-
bjóðandi að spítalafiskinum í Árnessýslu næstliðna vetrarvertíð,
bað ég líklegustu menn í hvörri veiðistöð að taka hann til verk-
unar og hirðingar fyrir mig og fékk ég vigt og tal á fiskinum frá
Selvogi og Þorlákshöfn. En þegar mig fór að lengja eptir vigt
og tali á fiskinum frá Stokkseyri, Loftsstöðum og úr Skúmstaða-
sandi (eptir að hlutaðeigendur höfðu lagt hann inn saltaðan tal-
lausan í rcikning minn á Eyrarbakka) skrifaði ég þeim til og
óskaði upplýsingar um það, en þessi var ófáanleg hjá þeim, að
vigtinni til, þar sem þeir sögðust hafa reitt sig upp á hana hjá
hreppstjórunum, sem sögðust hafa gjört sýslumanni skil fyrir
hvorutveggju og hefðu það ekki framar. Ég hélt mér svo til
sýslumannsins, sem sagðist hafa sent hvorutveggja herra biskup-
inum og hefði það ekki framar; einasta gat hann látið mig vita
uppboðsverðið, en betalingsfrestsins hefur hann gleymt að minn-
ast, og hafði ég þó beðið hann að minna mig á hvorutveggja.
Þetta hefði komið fyrir lítið, á meðan ég gat ekki vitað að
minnsta kosti vigtina. Mig drap og sá dulur, að ég hugsaði að
hér hagaði eins til og við hvert annað uppboð, að mér yrði með-
deildur uppboðsreikningur, þá sýslumaður hafði fengið vigt og
tal fisksins.
Nú hafa yðar háærverðugheit í dag meðteknu háttvirtu bréfi
af 9. þ.m. góðsamlega leyst mig úr þessu vandræði, eftir ósk
sonar míns, Stefáns, mín vegna, og meðdeilt mér þá nauðsynlegu
upplýsingu, sem ég hef getað fengið, og fæ ég nú færi á, að geta
losað mig við þetta gjald með meðfylgjandi 21. rbd. 57 sk.
hvörju ég vildi fyrir löngu hafa getað afgreitt, hefði það ekki
Goðasteinn
71