Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 40
með heybandið og voru optast 15 hestar í lest en í Vestri-Tungu
optast ekki nema 12. Samt var nafni minn optast á undan ná-
granna sínum úr teignum, þó tveir létu upp, hvur á móti öðrum,
cn nafni minn ekki nema einn með mér, sem undir stóð.
Nú kom opt fyrir mig, þegar ég var í Tungu, að ná hestum,
sem voru styggir. Tel ég þar með bleikskjóttan hest, er síðar var
seldur séra Jóni Högnasyni í Hrcpphólum á 9 spesíur. Þessi hest-
ur var tiltakanlega góður, þar sem vegur var greiðfær, so komu
nú gallarnir, sem voru þeir, að hann þótti bæði styggur og fælinn
og fyrir þessa galla látinn burtu. So kemur annar til sögunnar,
jarpur á háralit, mig minnir 6 eða 7 vetra. Mátti hann helst heita
ljónstyggur. Þrír fullorðnir karlmenn gerðu ekkert betur en ná hon-
um í trossu, samt náði ég honum einn útá víðavangi, en þurfti
þá að fara so hægt sem kunni.
Líka var það einu sinni, að ég fékk taksting undir síðuna, sem
batnaði við blóðtöku, og gerði það Loptur Guðnason, stjúpi minn,
en mér varð ekkert gott af þessari blóðtöku, eptir þetta tók blóðið
skakka stefnu, því annað hvort hafði ég sorg eða gleði, er gekk
yfir hóf, og var þctta hvurutveggja verra en það hefði ckki verið.
Þegar því sem svarar frá þessari blóðtöku vóru liðin 4 ár, var ég
orðinn alófær, gat ekki sofið og varð þegar brjálaður. Var so
tekið blóð uppá handleggjum. Þetta bætti mig ekkert, ég miklu
heldur versnaði, og mátti þetta heita með þcim verstu hrossaráð-
leggingum, sem þá gerðust en nóg og fullkomið til að gera mig að
ónýtum manni, vegna þess að hverjum manni og hverri skepnu
er meðskapað sitt eigið blóð, og beri útaf þessu, hlýtur maðurinn
mikið að missa, þar sem hann missir sitt óspillta blóð.
Nú kom að því, að ég átti að fara að róa 16 ára gamall. Það
var í Út-Landeyjum, á þriðja í páskum, hjá Jóni á Álfhólum og
fengu þeir þennan dag 120 í hlut í 16 staði, og var þetta því um
kvöldið álitlegar kasir. Þetta er mesti fiskur á einum degi, sem
ég hef séð og ég hef verið með, en þennan dag fékk ég 34 fiska
en dró 44. Þennan dag hafði ég mikla sjósótt, sem lengi hélst við
mig, þar til þó loksins, ég gat hana yfirunnið.
Þarna í Landeyjunum var ég í þrjú ár til hálfdrættis og hálfs
hlutar, þangað til ég var um 20 ára. Var ég þá ráðinn suður í
38
Goðasteinn