Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 14
að menn voru að koma úr Vigraferð. Ekki að tala um annað en bíða eftir kaffi í Þorgeirsstöðum og því tekið ofanaf hestunum. Egg voru flutt í koffortum og skjólum. Þegar farið var að búa upp á hestana aftur, sáu flutningsmennirnir, að borð var komið á eggjaskjólurnar, og þótti þeim furðu gegna. Hrafnar voru að fljúga þar skammt frá. Einn mannanna veitti þá athygli hrossataðshrúgu í nánd við hrafnana og fór að athuga hana. Þá voru eggin kösuð þar af krumma. Aldamótafólkinu fækkar nú óðum. í minningum mínum er bjart yfir því. Það var búið að lifa harðindaár og vinna hörðum höndum við misjöfn lífsskilyrði. Þá var lítið um skóla, mæðurnar kenndu dætrum sínum hannyrðir og matargerð, og bændurnir sonum sínum gripahirðingu og veggjahleðslu og bjuggu þá undir búskapinn, þetta var heimavistarskóli, sem kom að góðum not- um, og menn undu glaðir við sitt. Það fyrsta, sem fólkið gerði á morgnana, þegar það kom út, var að krossa sig og lesa bæn. Að því loknu var horft til lofts og athugað veðrið, og margir voru veðurglöggir. Störfin voru marg- breytileg. Þeir þóttu góðir, sem voru vel búhagir, því margt þurfti að smíða á heimilinu. Góðir vegghleðslumenn voru sumir gömlu mennirnir, það var listaverk að sjá vel hlaðna veggi. Orðtak vegghleðslumanna var: Það á að vanda, sem lengi á að standa. Þetta er nú búið að vera og horfið, nú þarf ekki góða hleðslu- menn, það eru breytilegir tímar á þessari öld. Ég sakna margs frá liðnum árum. Það var mikið unnið, mörgu þurfti að sinna. Öll föt voru saumuð í höndum, áður en sauma- vélar komu. Eg man fyrst eftir saumavél um aldamótin, og fylgdi þeim mikil breyting hjá saumakonunum. Skemmtilegar voru kvöld- vökurnar, þegar allir voru sestir við vinnu og sögur voru lesnar upphátt, en það féll oft í hlut minn. Þá var ánægjulegt, þegar næturgestir bættust í hópinn. Um aldamótin voru baðstofur á öllum heim.ilum í sveitinni nema á Stafafelli, þar var timburhús, járnklætt og vandað og stendur enn. Baðstofurnar voru misjafnar að stærð. Um 1910 var byrjað að byggja í öðrum stíl, þverhús með 12 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.