Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 87
nafninu til, því að Baldvin skrifaði ritið að mestu leyti einn og
lagði þá oft nótt við dag, er hann var að koma því út.
Markmið Baldvins með tímaritinu var að koma á margvísleg-
um umbótum og efla framfarir í landinu. Lagði hann ríkasta
áhcrslu á að bæta þyrfti uppeldi þjóðarinnar, svo að dafna mætti
með henni manndyggð, þekking og atorka, en þá eiginleika taldi
hann vera grundvöll sannra þjóðþrifa og uppsprettu farsældar og
hamingju mcðal mannanna. Greinar sínar ritaði Baldvin oft í
samtalsformi og lætur þá gjarna fjórar persónur hittast og ræðast
við um landsins gagn og nauðsynjar. Koma þar fram Sighvatur,
bóndi af Norðurlandi, Ogmundur, tómthúsmaður af Suðurnesj-
um, Þjóðólfur, bóndi af Suðurlandi, og svo Ármann úr Ármanns-
felli. Eru þetta fulltrúar mismunandi skoðana og úr ólíku um-
hverfi. Ræðast þeir við af hreinskilni og kryfja málin til mergjar
á Þingvöllum við Öxará, - grunni hins aldna Alþingis, er lagt
hafði verið niður.
Jafnframt stofnun tímaritsins efndi Baldvin til félagsskapar
íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Héldu þeir fundi og ræddu
málefni lands síns og hvernig mætti efla hag þess og bæta. Fundi
þessa nefndi Baldvin Alþingi og bendir sú nafngift ásamt skrifum
hans til þess, hvert hugur hans stefndi, sem var endurreisn Al-
þingis. Með stefnu sinni og starfi vildi hann vekja þjóðina af
aldagömlum dvala og fá fólkið í landinu og þá einkum bændurna
til að sinna og taka þátt í margvíslegu þjóðmálastarfi. En tii þess
þyrfti að endurreisa Alþingi. Það skyldi vera ráðgefandi stofnun,
sem gæfi konungi ráð og bendingar um það, hvernig stjórna skyldi
landinu, svo að efiast mætti hagur og menning þjóðarinnar.
Þróun heimsmála var Baldvini og íslcndingum hliðholl um
þetta leyti, því að júlíbyltingin í Frakklandi 1830 kom af stað
miklu róti og út frá henni barst alda frjálslyndis víða um lönd,
svo að jafnvel hásæti einvaldskonunga gerðust nokkuð ótrygg.
Friðrik konungur 6. í Danmörku bauð þá þegnum sínum að stofna
til ráðgjafaþinga, er skyldu starfa í fernu lagi eftir landshlutum,
í Holtsetalandi, Slesvík, Jótlandi og á eyjunum. Var og ákveðið
að Islendingar sendu fulltrúa frá sér á þing Eydana. Þá reis
Baldvin upp gegn þessari hugmynd og ritaði skelegga og ákveðna
Goðasteinn
85