Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 75

Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 75
Þórður Tómasson: Skyggnst um bekki í byggðasafni XXVI. „Hafðu stafinn þinn með þér, hvert sem þú fer” „Enginn stendur óstuddur", sagði gamla fóllcið og átti þá raun- ar við það, að allir hefðu þörf fyrir stuðning í lífinu af hálfu Guðs eða manna. Svo langt aftur, sem sögur ná, hafa menn þó átt sér stafi að styðjast við, er slys eða ellihrumleiki kvöddu dyra. Svo virðist sem það hafi verið nokkuð sjálfsagt, að förumenn gengju við stafi, sbr. orðið stafkarl og orðtakið að troða staf- karlsstigu. Við menn, sem gengu til fjalis eða um ísilagðar ár og vötn, var oft sagt, er þeir voru í fararbúnaði: „Ekki er bagi að bandi né byrðarauki í staf.“ Mun líka mála sannast, að göngu- stafir hafi bjargað mörgu mannslífi í rás aldanna. Þessum þætti er ætlað að fjalla að nokkru um eign byggða- safnsins í Skógum í göngustöfum og flýtur með nokkur fróðleikur um notkun þeirra. Verður þá fyrst fyrir að gera greinarmun á hugtökunum stafur og stöng. Stafur eða göngustafur er áhald af nokkuð ákveðinni stærð, gert handa mönnum tii að styðjast við. Göngustafir eru af mismunandi gerðum og efnum, en skiptast þó eftir tveimur höfuðgerðum í krókstafi og húnastafi. Litlir göngu- stafir, sem skortir krók eða húna, nefnast prik, og sé prikið brodd- laust, nefnist það kolluprik. Hér skal því þó ekki gleymt, að stundum krefst tíska þess, að óhaltir menn gangi við staf, sem heitir þá í munni háðgjarnra montprik. Goðastehm 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.