Goðasteinn - 01.06.1975, Page 75

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 75
Þórður Tómasson: Skyggnst um bekki í byggðasafni XXVI. „Hafðu stafinn þinn með þér, hvert sem þú fer” „Enginn stendur óstuddur", sagði gamla fóllcið og átti þá raun- ar við það, að allir hefðu þörf fyrir stuðning í lífinu af hálfu Guðs eða manna. Svo langt aftur, sem sögur ná, hafa menn þó átt sér stafi að styðjast við, er slys eða ellihrumleiki kvöddu dyra. Svo virðist sem það hafi verið nokkuð sjálfsagt, að förumenn gengju við stafi, sbr. orðið stafkarl og orðtakið að troða staf- karlsstigu. Við menn, sem gengu til fjalis eða um ísilagðar ár og vötn, var oft sagt, er þeir voru í fararbúnaði: „Ekki er bagi að bandi né byrðarauki í staf.“ Mun líka mála sannast, að göngu- stafir hafi bjargað mörgu mannslífi í rás aldanna. Þessum þætti er ætlað að fjalla að nokkru um eign byggða- safnsins í Skógum í göngustöfum og flýtur með nokkur fróðleikur um notkun þeirra. Verður þá fyrst fyrir að gera greinarmun á hugtökunum stafur og stöng. Stafur eða göngustafur er áhald af nokkuð ákveðinni stærð, gert handa mönnum tii að styðjast við. Göngustafir eru af mismunandi gerðum og efnum, en skiptast þó eftir tveimur höfuðgerðum í krókstafi og húnastafi. Litlir göngu- stafir, sem skortir krók eða húna, nefnast prik, og sé prikið brodd- laust, nefnist það kolluprik. Hér skal því þó ekki gleymt, að stundum krefst tíska þess, að óhaltir menn gangi við staf, sem heitir þá í munni háðgjarnra montprik. Goðastehm 73

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.