Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 22
kennslustaður fenginn hjá vellöguðum manni til þess starfa, Hall-
dóri Jónssyni bónda á Syðri-Steinsmýri í sömu sókn, hvar ég nam
á téðum vetri bóklestur og kristindóm minn í Pontopidans spurn-
ingakveri, og vegna þess ég átta ára gamall kunni hann viðstöðu-
laust, fékk faðir minn biskupsleyfi til að ferma mig eftir honum
árið 1800.
Um vorið á einmánuði, á 13. ári, fór ég fótgangandi með öðrum
manni langan og örðugan veg frá Lyngum að Hofi í Álptafirði í
Suður-Múlasýslu með sauðfénað foreldra minna, þareð síðast-
nefndur staður var veittur föður mínum haustið áður, þann 17.
sept. 1799. Á Hofi var síðan hlutfall mitt að þjóna í þeirri sama-
staðar mjög örðugu en mér ávallt fyrr og síðar ógeðfelldu sauða-
hirðisstöðu, til þess ég skömmu fyrir jólaföstu árið 1802 fann upp
það ráð, sem mér síðan kom að góðu, að beiðast orlofs hjá föður
mínum að mega fara skemmtiferð til Reykjavíkur, hverja ósk
mína ég fékk uppfyllta vegna þess, að presturinn séra Markús
Sigurðsson, þáverandi á Mosfelli, er þangað var nýkominn frá
Heiði í Mýrdal, hafði ei gjört skýra grein fyrir tveggja ára afgjaldi
af jarðarpörtum föður míns í nefndri sveit, því hann var umboðs-
haldari hans, og þetta skírteini átti ég einungis að útvega.
Þessa ferð byrjaði ég fátækur, fótgangandi, líkt og Tobbías
yngri forðum (Tob. 5,16), frá foreldrahúsum í téðu skammdegi,
15 ára gamall þann langa og torfæra veg frá Hofi til Reykjavíkur,
á hverjum ég oft varð að mæta mörgu andstreymi og sem ungl-
ingur ýmist einmana, oft, einkum í stórvötnum, varð að sjá tví-
sýni á lífi mínu og loksins með öðrum lítilsigldum manni, Jakobi
Þorleifssyni, lá úti í megnustu snjóófærð, villtur og matarlaus á
Hellisheiði nokkuð á þriðja dægur, uns ég mjög aðfram kominn
náði Helliskoti, hvar ég með fylgdarmanni, sem var eins aumlega
á sig kominn og ég, tók mér litla hvíld í hroðafleti (11 gestir vóru
þar fyrir), en fór svo að kalla algjörlega á mis við annan beina,
hvaðan ég dróst sem fyrst, þjáður af sulti, harðsperrum og afrifum,
og náði sama kvöld að mér réttnefndum góðum foreldrahúsum,
Lambastöðum á Seltjarnarnesi, hvar biskup, herra Geir Vídalín,
bjó þá, hjá hverjum háttnefndum þá þjónaði skrifari minn til
dauðadægurs ógleymanlegi velgjörari og ættbróðir, stúdent Stefán
20
Goðasteinn