Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 89

Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 89
Af öðru efn.t, sem Baldvin skrifaði um á þessum árum, má nefna skýrslu um ástand skólans á íslandi. Varð sú ritgerð til þess að ráðamenn tóku að huga að málefnum þcss eina skóla, sem íslendingar áttu um þessar mundir, og endurbæta hann. Einnig ritaði hann talsvert um hin fornu lög íslendinga og útgáfu Grá- gásar. Árið 1829 var hann kosinn sem aukaskrifari hins íslenska bókmenntafélags og tók það ár að sér að sjá um útgáfu Skírnis. Leysti hann það verk af hendi af hinni mestu prýði og hlaut fyrir það lof Rasmusar Kristjáns Rasks, hins mikla vinar og velgjörðar- manns íslenskra bókmennta. Það var því þeim mun raunalegra að þessir tveir ágætu menn skyldu ekki bera gæfu til samlyndis til frambúðar, en skömmu eftir þetta lcntu þeir í illvígri ritdeilu út af þýðingu á fornum konungasögum, sem Fornfræðafélagið hafði staðið að. Karl Kristján Rafn og fleiri Danir höfðu haft með vcrk þetta að gera, en Baldvin og fleiri íslenskir námsmenn gagn- rýndu þýðinguna og töldu óvandaða. Rask gekk þá fram fyrir skjöldu til að verja landa sína og spratt af þessu hatrömm deila milli hans og Baldvins. Var þar barist harkalega og fór svo að mál þetta varð öllum til lciðinda, sem nálægt því komu. Árið 1831 lauk Baldvin lagaprófi við Hafnarháskóla með góð- um vitnisburði. Ekki vildi hann þó snúa heim við svo búið til að hefja baráttu fyrir endurreisn þjóðlífs og framförum í ættlandinu, heldur tók hann sér fyrir hendur að nema mannvirkjafræði við hinn nýstofnaða fjöllistaskóla Dana. Hefur hann með þessu ætlað sér að verða nokkuð jafnvígur í verklegum sem bóklegum grein- um, er heim kæmi, og ætti þá auðveldara með að beita sér fyrir uppbyggingu og eflingu ýmissa atvinnuvega í landinu. Danska stjórnin veitti honum ríflegan námsstyrk í þessu skyni og var það almennt álit allra, sem eitthvað þekktu til Baldvins, að hann væri efni í framúrskarandi afreksmann, er vænta mætti mikils af í framtíðinni. En það átti ekki fyrir íslenskri þjóð að liggja að njóta dugnaðar, hæfileika og þekkingar Baldvins Einarssonar við endur- reisnarstörf í landinu, því að honum varð ekki heimkomu auðið. Snemma í desember 1832 bar það til árla morguns að ljós stóð á borði við hvílu Baldvins laust fyrir fótaferðatíma. Borðið féll um og cldur komst í rekkjutjöld, sem fuðruðu upp. Baldvin Goðasteinn 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.