Goðasteinn - 01.06.1975, Page 89

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 89
Af öðru efn.t, sem Baldvin skrifaði um á þessum árum, má nefna skýrslu um ástand skólans á íslandi. Varð sú ritgerð til þess að ráðamenn tóku að huga að málefnum þcss eina skóla, sem íslendingar áttu um þessar mundir, og endurbæta hann. Einnig ritaði hann talsvert um hin fornu lög íslendinga og útgáfu Grá- gásar. Árið 1829 var hann kosinn sem aukaskrifari hins íslenska bókmenntafélags og tók það ár að sér að sjá um útgáfu Skírnis. Leysti hann það verk af hendi af hinni mestu prýði og hlaut fyrir það lof Rasmusar Kristjáns Rasks, hins mikla vinar og velgjörðar- manns íslenskra bókmennta. Það var því þeim mun raunalegra að þessir tveir ágætu menn skyldu ekki bera gæfu til samlyndis til frambúðar, en skömmu eftir þetta lcntu þeir í illvígri ritdeilu út af þýðingu á fornum konungasögum, sem Fornfræðafélagið hafði staðið að. Karl Kristján Rafn og fleiri Danir höfðu haft með vcrk þetta að gera, en Baldvin og fleiri íslenskir námsmenn gagn- rýndu þýðinguna og töldu óvandaða. Rask gekk þá fram fyrir skjöldu til að verja landa sína og spratt af þessu hatrömm deila milli hans og Baldvins. Var þar barist harkalega og fór svo að mál þetta varð öllum til lciðinda, sem nálægt því komu. Árið 1831 lauk Baldvin lagaprófi við Hafnarháskóla með góð- um vitnisburði. Ekki vildi hann þó snúa heim við svo búið til að hefja baráttu fyrir endurreisn þjóðlífs og framförum í ættlandinu, heldur tók hann sér fyrir hendur að nema mannvirkjafræði við hinn nýstofnaða fjöllistaskóla Dana. Hefur hann með þessu ætlað sér að verða nokkuð jafnvígur í verklegum sem bóklegum grein- um, er heim kæmi, og ætti þá auðveldara með að beita sér fyrir uppbyggingu og eflingu ýmissa atvinnuvega í landinu. Danska stjórnin veitti honum ríflegan námsstyrk í þessu skyni og var það almennt álit allra, sem eitthvað þekktu til Baldvins, að hann væri efni í framúrskarandi afreksmann, er vænta mætti mikils af í framtíðinni. En það átti ekki fyrir íslenskri þjóð að liggja að njóta dugnaðar, hæfileika og þekkingar Baldvins Einarssonar við endur- reisnarstörf í landinu, því að honum varð ekki heimkomu auðið. Snemma í desember 1832 bar það til árla morguns að ljós stóð á borði við hvílu Baldvins laust fyrir fótaferðatíma. Borðið féll um og cldur komst í rekkjutjöld, sem fuðruðu upp. Baldvin Goðasteinn 87

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.