Goðasteinn - 01.06.1975, Side 79

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 79
torleiðið líkt og slétta jörð. Við þær aðstæður hentuðu vel lengstu stangir. Algengt var að nota fjallastöng við að handsama sauðkind í svelti. Var stangarbroddinum þá snúið í ull kindarinnar á hálsi eða herðakambi svo tryggilega að ekki gaf eftir, er maðurinn dró kindina að sér. Mikil íþrótt fyrri tíðar manna var að stökkva á stöng yfir ár, sem féllu á láglendi eða milli lágra bakka. Þetta man ég, að var cnn iðkað á æskudögum mínum, en til vitnis um eldri tíma vil ég leiða frásagnir þeirra Finns Jónssonar á Kjörseyri og Þorsteins Jónssonar héraðslæknis í Vestmannaeyjum. Finnur skráir svo í minningum sínum: „Eftir mörgu man ég í Mýrdalnum, er mér þótti í þá daga merkilegt. Eg t.d. sá menn þar ganga við 5 álna langar stafstengur. Sagt var, að þeir gætu kastað sér á þeim á jafnsléttu 2 lengdir stanganna. Maður nokkur, er Þorstcinn hét, sem fór vinnumaður til foreldra minna, kastaði sér að mér og fleiri viðstöddum af vegg, er lá vestur frá gaflhlaði (nyrðra gafli) hins nýbyggða stofuhúss og langt fram fyrir hinn syðri gafl stofunn- ar. Ég tel það hiklaust að það hafi verið hátt upp í 20 álnir frá veggnum og þangað, sem hann kom niður. Þegar hann kastaði sér, sýndist mér hann hafa stangarendann undir bringspölunum... Þeg- ar Mýrdælingar gengu í hamrana, höfðu þeir, að sagt var, mikil not af hinum löngu stöngum", (F.J. Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Ak. 1945 bls. 46). Frásögn Þorsteins læknis er letruð í sendibréfi til Ólafs Davíðs- sonar: „Sumir hafa stangirnar að eins þriggja álna langar, aðrir sex álna eða meir. Menn vega sig á þeim yfir læki, mjóar, grunnar ár eða milli skara. Bezt er að hlaupa til, ef því verður við komið, og er mælt að fimir stökkmenn hendi sig þá yfir tíu álna breiðar ár, cða jafnvel meira, á sex álna staung, ef áin er eigi djúp. Gísli verslunarstjóri Engilbertsson, sem ólst upp undir Eyjafjöllum, hefir sagt mér, að hann hafi í ungdæmi sínu, ávalt haft þriggja álna lánga staung og hafi hann með tilhlaupi getað stokkið þrjár stángarleingdirnar, eða níu álnir yfir grunna á. Annars segja Mýrdalsmenn almennt að yfir grunnar ár megi stökkva tvær stáng- Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.