Goðasteinn - 01.06.1977, Page 5
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum:
Hólmabæir
syðri
Hólmabæir undir Vestur-Eyjafjöllum liggja milli Markarfljóts
að austan og Ála að vestan. Bæirnir eru raunar á þrem hólmum,
sem skipta landi þannig, að tveir bæir eru á hverjum hólma. Næst
Álum eru Steinmóðarbær og Miðeyjarhólmur, nú í eyði, en á svip-
uðum sióðum Bjarkarland (nýbýli um 1930). Vestan við þá bæi
er Steinmóðarbæjaráll en að austan er Dalsselsáll, þeir féllu báðir
í Álana en eru nú nær þurrir farvegir. Þá er næsti hólminn, þar
sem eru Dalssel og Borgareyrar, fyrir austan þá er Fauski, sem
rennur fram í Ála fyrir austan Borgareyrartagl, haglendi suður af
Borgareyrum. Þar sem Fauski og Álar koma saman er hylur, Fauska-
kjaftur.
Á syðsta hólmanum eru bæirnir Brúnir og Tjarnir, sem þessar
ltnur fjalla einkum um. Ætla má að fyrr á öldum hafi Hólmabæirnir
verið nefnir Tjarney. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar 1752-1757 er sagt: „Stærsta eyjan í Landeyjum eru
Kross- og Voðmúlastaðakirkjusóknir. Þessi mikla eyja liggur milli
Tjarneyjar og Rangársands og skilur Affallið á milli að vestan
en að austan greinir kvísl úr Markarfljóti hana frá Tjarney“. Hér
er sýnilega átt við Álana. (Ferðabók II bindi, bls. 176).
Tjarnir tilheyrðu Seljalandstorfunni en Brúnir lágu undir Stóra-
Goðasteinn
UMSBBMMm 3
35051 i ■ ,
i
IS [ A N C 3