Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 7
Sigurður Vigfússon Valgerður Sigurðardóttir
leitaði það ekki í bleytuna, en var á bökkunum eða inn í móa,
Bugum eða Tanga. Á Hólmabæjum voru taldar beitarjarðir góðar.
Ef farið er innan af Brúnatanga að austanverðu, er austurbrúnin
óslitin fram fyrir Brúnabæinn. Brúnatanginn er þakinn beitilyngi
innst en þegar honum sleppir suðaustur af Borgareyrum er aðallega
krækiberjalyng og annar móagróður, talsverður sauðhagi í blettum.
I suðaustur af Brúnum beygir brúnin frá suðri til suðvesturs, og er
þá komið í Tjarnaland, brúnin endar í Hraunsnefi áðurnefndu. Með
brúninni liggja svonefndir Kílar, langt stararflóð með miklum
dýjum, alófært hestum. Einhvern tíma höfðu Kílarnir vcrið slegnir,
ekki var það í mínu minni. Varð að bera upp heyið blautt og flytja
í votabandi fram á Tjarnatún, því þurrkvöllur er þarna enginn,
kargaþýfður mói næst.
Á Hraunsnefi eru landamerki milli Brúna og Tjarna þar sem
„sést sem fuglsbringa í Seljalandsfossi" og skilur þar einnig milli
Stóra-Dalstorfunnar og Seljalandstorfunnar. Landamerki lágu svo
skáhalit fram í Álafarveg, þar sem hét Tíundadalur, en hann er fyrir
liingu eyddur af ágangi Álanna. Með austurbrún Brúnatangans, sem
áður getur, liggur Aurinn, vatnsfarvegur gamalgróinn og gott beiti-
land, hann nær austur að Efsthólmalænu, sem er vestasta kvísl
Goðasteinn
5