Goðasteinn - 01.06.1977, Side 8
Markarfljóts og oft sú vatnsmesta. Með brúninni liggur uppsprettu-
lind, Aurlækur, og fellur í fljótsfarveginn við Langhólmann, sem er
íiöng hæð innarlega í Tjarnalandi. Inniluktir í fljótinu liggja hólmar
nokkrir grösug.ir, innst Innrihólmi, þvínær vestur af Hamragörðum,
þá Efsthólmi og sunnan við hann Smáhólmar norðaustur af Tjörnum.
Á hólmana voru oft rekin lömb, en stundum var fengin hagaganga í
Neðra-Dalsheiðinni. Framan af árum voru lömb stundum tekjn til
hagagöngu af Landeyingum, en svo fóru þeir að reka þau fremur
upp á Rangárvelli- Stundum fóru kýrnar austur á hólma. Fjallskil
áttu Tjarnir með Hólmabæjum efri og öðrum jörðum Stóra-Dals-
torfu á Stakkholti, nema Miðeyjarhólmur, sem fylgdi A-Landeyjum.
I skógarhöggi áttu Stóra-Dalsjarðir ítak í Þórsmerkurskógum, og
var höggið þar á hverju hausti. Viðurinn var notaður í eldinn og
t árefti á útihús, gildustu hríslurnar. Hreppsnefnd V-Eyjafjalla-
hrepps hafði eftirlit með skógarhögginu og valdi skógarvörð til þess.
Bærinn á Brúnum stendur sunnarlega á brúninni sjálfri, sem
liggur innan frá Brúnatanga og alveg fram á Llraunsnef. Hraun er
þó ekki um að ræða þarna, moldarjarðvegur, sandblandinn er undir
mosa og lyngi. Austanmegin bæjar er djúp lág, þar er brunnur bæj-
arins. Lágin greinist í tvennt, norðan við bæinn, eftir henni rennur
uppsprettulækur lítill eftir veitu svonefndri. Neðan við Hjallhólm-
inn, sunnan við dælina er Fiskabali, þar kemur heybandsvegurinn,
brúin, upp að túninu, sunnan bæjar. Þar sem lágin skiptist, er tangi
á milli, Lambhúsbali. Þar var hrútakofi og norðar folaldakofi og
hrossatröð. Reft var yfir hana með birkihríslum en mjótt bil á milli
efst í þaki til loftræstingar. Tyrft var yfir hríslurnar beggja vegna
opsins. Nálægt heimreiðinni að norðan var samskonar kofi, heima-
tröð. Að bæjarbaki var hús gjafarhesta, tók fjóra gripi við sta.ll.
Vestan við hesthúsið var heygarður og við hlið hans hlaðan, norðan
við hana lambaskúr, þá torfveggur og svo fjósið, tók 8 gripi, tví-
stætt. I einum básnum stóð tunna, sem í var borið vatn handa
kúnum á morgnana ef frost var svo ekki þyrfti að sækja vatn á
kvöldin í skammdeginu. Vatnið var sótt í skurðinn, sem var með
brúnni. Kýrnar voru fjórar, svo vetrungar og kálfar.
Ibúðarhúsið var þannig, hluti þess byggður 1931, að vestast var
hjónaherbergi með 2 rúmum, við hlið þess baðstofa með 4 rúm-
6
Goðasteinn