Goðasteinn - 01.06.1977, Side 15
Haraldur Jónsson og Járngerður Jónsdóttir
Tjarnir áttu ekki slægjur utantúns nema Tjarnatanga fyrrnefndan,
sunnan við Brúnaengjar, nál. 30 kapla stykki, sem báðir bæirnir
áttu saman. Bændur á Tjörnum urðu því að sækja heyskap að, þó
þeir hefðu talsverð tún. Man ég að þeir sóttu framan af heyskap
á Selsaura, í land.i Seljalandssels, og í Fitjarmýrar mýri, en á seinni
árum fremur í Onundarstaðaleiru, í Hólmaengjar eða að Bakka,
fyrir utan Ála. Þetta voru býsna miklir erfiðleikar hjá bændunum,
en með árvekni og dugnaði tókst þeim að bjarga sér með heyskap,
samhliða góðri beit í Tjarnalandi.
Nágrenni var yfirleitt mjög gott á Hólmabæjunum og hjálpsemi
margvísleg milli bæjanna, bæði hvað snerti fénað og annað. Gaml-
ársbrennur voru stundum í félagi frá Brúnum og Tjörnum, á Hrauns-
nefinu.
Meðan starfandi var rjómabúið ,,Hofsá“ hjá Seljalandi, frá 1905
og fram eftir árum, var rjóminn fluttur frá bæjunum til skipta og
varð að flytja hann daglega. Oft gátu röskir unglingar flutt rjóm-
ann, en auðvitað kom fyrir í vatnavöxtum að fullgildur maður þurfti
að fara frá verki til þessa. En vatnavextir urðu oft miklir á sumr-
um sem kunnugt er, þegar snjóa leysir á hálendinu.
Goðasteinn
13