Goðasteinn - 01.06.1977, Page 17
Einar jónsson Kristbjörg Guðmundsdóttir
Ólöf móðir Járngerðar naut umönnunar dóttur sinnar síðustu ár
sín og dó á heimili hennar 1930. Haraldur gengdi um árabil starfi
forðagæslumanns, hann var einnig fjallkóngur V-Eyfellinga í nokk-
ur ár. Hann var góður smiður-
Næst bjó í vesturbænum Sigurður, sonur Haraldar og Sigríðar
Tómasdóttur, og fyrri kona hans, Una Guðmundsdóttir frá Hafn-
arfirði. Sigurður var búfræðingur frá Hólaskóla. Þau bjuggu á
Tjörnum næstu tvö ár 1944-1946. Sigurður býr nú á Kirkjubæ á
Rangárvöllum.
Jón Sigurðsson, f. 1857 d. 1932, og kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir,
f. 1852 d. 1930, fluttust að Tjörnum, austurbæ, frá Seljalandsseli
skömmu fyr.ir aldamótin og bjuggu þar til 1916. Jón hvarf þá að
öðrum störfum en Einar sonur þeirra hjóna bjó með móður sinni og
systur, Járngerði, næstu árin, en 1918 brá hann búi og varð vinnu-
maður um skeið. Mæðgurnar dvöldu á Tjörnum hjá næstu búend-
um, Sigurði Sæmundssyni frá Nikulásarhúsum og konu hans Guð-
Goðasteinn
15