Goðasteinn - 01.06.1977, Page 18

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 18
björgu Björnsdóttur frá Bryggjum. Síðar dvöldu þær mæðgur um þriggja ára skeið í Vestmannaeyjum, þar sem Járngerður vann e.inkum að hjúkrunarstörfum. Sigurður og Guðbjörg fluttust frá Tjörnum 1922 og þá tók Einar jörðina aftur, hann var þá kvæntur Kristbjörgu Guðmundsdóttur frá Stokkseyri. Hjá þeim dó Jón, faðir Einars, 1932 og hafði þá um slceið verið sveitarpóstur í A-Land- eyjum. Hann var oft á sumrum fylgdarmaður ferðamanna inn á Þórsmörk, þaulvanur vötnunum, hestamaður góður, glöggur og gætinn. Vötnin voru erfiðir nágrannar hjá Hólmabæjarmönnum öllum, og lærðu þeir að sjálfsögðu að fást við þau sumar og vetur, þar sem ekki varð komist austur á bóginn ncma yfir Markarfljót, en að vestanverðu lágu Álarnir. Auk þess voru vatnsrásir þær, sem áður er getið, svo að að.eins milli tveggja bæja varð gengið þurrum fót- um. Mjög oft þurftu ferðamenn að biðjast fylgdar yfir vötnin eða gistingar, einkum á vetrum ef vötnin voru spillt eða á ís, sem oft gat verið varasamur, en sjaldan lá ís til lengdar á vötnunum, hin mislynda sunnlenska veðrátta oft fljót að hafa hamskipti. Ekki hygg ég að slíkur greiði eða fylgd hafi ver.ið seld á þessum bæjum, en sjálfsagt þótti að liðsinna eftir föngum þeim sem leið áttu yfir vötnin- Vigfús Bergsteinsson, f. 1863, d. 1930, bjó á Brúnum 1886 til 1922. Hann var kvæntur Valgerði S.igurðardóttur á Brúnum, f. 1859 d. 1935. Vigfús varð fyrstur manna í sveit sinni til þess að fá plægingamann (Guðjón Jónsson, Ási í Hoitum) til að bylta spildu í þýfðu túni, og fóru svo plægingar að færast í vöxt á næstu árum. En algengar urðu þær fyrst er Guðmundur Sigurðsson, síðar bóndi í Hellnahól.i, fór um sveitir og plægði hjá bændum. Hefur því fram- taki Guðmundar ekki verið á lofti haldið sem vert væri. Vigfús var mjög kvaddur til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og sýslu, og voru honum félagsmál rík í huga. Hér skal aðeins getið að hann átti þátt í stofnun ungmennafélagsins Drífanda í Stóra-Dalssókn og var upphafsmaður að því að það félag beitti sér fyrir byggingu varnargarðsins fyrir Markarfljót við Seljalandsmúla árið 1910, fyrsta hluta hinna miklu mannvirkja, sem nú hafa verið gerð við Fljótið. Vigfús var algjör bindindismaður á áfengi og 16 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.