Goðasteinn - 01.06.1977, Page 18
björgu Björnsdóttur frá Bryggjum. Síðar dvöldu þær mæðgur um
þriggja ára skeið í Vestmannaeyjum, þar sem Járngerður vann
e.inkum að hjúkrunarstörfum. Sigurður og Guðbjörg fluttust frá
Tjörnum 1922 og þá tók Einar jörðina aftur, hann var þá kvæntur
Kristbjörgu Guðmundsdóttur frá Stokkseyri. Hjá þeim dó Jón, faðir
Einars, 1932 og hafði þá um slceið verið sveitarpóstur í A-Land-
eyjum. Hann var oft á sumrum fylgdarmaður ferðamanna inn á
Þórsmörk, þaulvanur vötnunum, hestamaður góður, glöggur og
gætinn.
Vötnin voru erfiðir nágrannar hjá Hólmabæjarmönnum öllum, og
lærðu þeir að sjálfsögðu að fást við þau sumar og vetur, þar sem
ekki varð komist austur á bóginn ncma yfir Markarfljót, en að
vestanverðu lágu Álarnir. Auk þess voru vatnsrásir þær, sem áður
er getið, svo að að.eins milli tveggja bæja varð gengið þurrum fót-
um. Mjög oft þurftu ferðamenn að biðjast fylgdar yfir vötnin eða
gistingar, einkum á vetrum ef vötnin voru spillt eða á ís, sem oft
gat verið varasamur, en sjaldan lá ís til lengdar á vötnunum, hin
mislynda sunnlenska veðrátta oft fljót að hafa hamskipti. Ekki
hygg ég að slíkur greiði eða fylgd hafi ver.ið seld á þessum bæjum,
en sjálfsagt þótti að liðsinna eftir föngum þeim sem leið áttu yfir
vötnin-
Vigfús Bergsteinsson, f. 1863, d. 1930, bjó á Brúnum 1886 til
1922. Hann var kvæntur Valgerði S.igurðardóttur á Brúnum, f.
1859 d. 1935. Vigfús varð fyrstur manna í sveit sinni til þess að fá
plægingamann (Guðjón Jónsson, Ási í Hoitum) til að bylta spildu
í þýfðu túni, og fóru svo plægingar að færast í vöxt á næstu árum.
En algengar urðu þær fyrst er Guðmundur Sigurðsson, síðar bóndi
í Hellnahól.i, fór um sveitir og plægði hjá bændum. Hefur því fram-
taki Guðmundar ekki verið á lofti haldið sem vert væri.
Vigfús var mjög kvaddur til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína og sýslu, og voru honum félagsmál rík í huga. Hér skal aðeins
getið að hann átti þátt í stofnun ungmennafélagsins Drífanda í
Stóra-Dalssókn og var upphafsmaður að því að það félag beitti sér
fyrir byggingu varnargarðsins fyrir Markarfljót við Seljalandsmúla
árið 1910, fyrsta hluta hinna miklu mannvirkja, sem nú hafa verið
gerð við Fljótið. Vigfús var algjör bindindismaður á áfengi og
16
Goðasteinn