Goðasteinn - 01.06.1977, Page 19
tóbak en varði fé til bókakaupa.
Hann ánafnaði vntanlegum hér-
aðsskóla Rangæinga bókasafn sitt
og varð það stofn að bókasafni
Skógaskóla undir Eyjafjöllum.
Vigfúsar er getið í íslenskum ævi-
skrám Páls E. Ólasonar, V. bindi,
og einnig í Goðasteini 9. árg.
1970.
Sigurður Vigfússon, f. 1887, d.
1936, sonur Vigfúsar og Valgerð-
ar, bjó á Brúnum eftir að foreldr-
ar hans brugðu búi 1922. Kona
hans var (Júlíana) Björg Jónsdótt-
ir frá Hallgeirsey. Hann var áður,
á árunum 1912 til 1920, kennari,
fyrst í A-Landeyjum en síðar J°n Sigurðsson, póstur
undir V-Eyjafjöilum. Sigurður
var sönghneigður eins og foreldr-
ar hans, nam organleik og var organleikari í Stóra-Dalskirkju yfir 30
ára skeið. Hann kenndi oft unglingum orgelleik, einnig tungumál,
dönsku og þýsku, sem hann hafði numið án skólagöngu. Hann
gengdi störfum fvrir sveit sína og sýslu, tók mikinn þátt í félags-
málum, var fyrsti formaður Ungmennafélagsins Drífanda í Stóra-
Dalssókn, sem var eitt fyrsta ungmennafélag á landinu, stofnað
1906. Hann starfaði á fjórðungs- og samþandsþingum U.M.F.Í. og
var í fyrstu stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins. Hann var í
fyrstu stjórn Kaupfélags Eyfellinga, sem síðar færði út kvíarnar og
varð Kaupfélag Hallgeirseyjar og nú Kaupfélag Rangæinga.
Eftir fráfall Sigurðar giftist ekkja hans Sigmundi Þorgilssyni frá
Knarrarhöfn í Dalasýslu, en hann var kennari og skólastjóri í V-
Eyjafjallasveit frá 1920 til 1958. Þau fluttust frá Brúnum að Ás-
ólfsskála 1940 og hélt Sigmundur áfram kennslu ásamt búskap þar.
Hann var áhugasamur um félagsmái, m. a. ungmennafélags- og
slysavarnamál og strfaði að þeim um árabil. Þau hjón brugðu búi
Goðasteinn
17