Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 20
á Ásólfsskála 1964 og bjuggu síðan á Hellu. Sigmundur var fæddur
1893 en andaðist 1968-
Er þau Sigmundur og Björg fóru frá Brúnum 1940, fluttust
þangað Einar Jónsson og Kristbjörg Guðmundsdóttir á Tjörnum.
Þau bjuggu þar til ársins 1946, en það ár fluttust þau aftur að
Tjörnum, í vesturbæinn, og þá í einbýli á Tjörnum. Þá voru eyddir
að nokkru hagar Tjarnajarða, Aurinn svonefndur orðinn farvegur
Markarfljóts og raunar móinn milli Tjarna og Brúna skemmdur af
vatnságangi.
Að Brúnum fluttist þá Jón Kristjánsson frá Voðmúlastöðum og
kona hans Guðbjörg Jóhannesdóttir frá Múlakoti í Lundareykjadal.
En búskapur þeirra stóð aðeins eitt ár, því þegar á næsta vetri gerð-
ist Fljótið svo nærgöngult á Tjörnum að vatn rann inn á túnið, og
var þá ljóst að þar var ekki lengur viðvært. Á næsta vori losnaði
úr ábúð Bakki í Landeyjum og tók Einar á Tjörnum jörðina. Hjónin
á Brúnum fluttust þá einnig í burtu, því ekki var álitlegt að búið
væri á aðeins einum bæ fyrir framan Fauska, sem gat e. t. v. lokað
með öllu leiðinni til efri bæjanna. Jón Kristjánsson fékk jarðnæði
úti í Flóa og bjuggu þau hjón þar næstu árin. Jón er nú látinn en
Guðbjörg dvelur á Selfossi. Umrætt ár, 1947, var þannig lokið
ábúð á Hólmabæjum syðri, Brúnum og Tjörnum.
Einar og Kristbjörg bjuggu á Bakka til 1962. Þar misstu þau bæ
sinn í eldsvoða 1958. Við búi á Bakka tók sonur þeirra, Jón, og
kona hans Kristín Sigurjónsdóttir frá Búðarhóli. Hjá þeim dvöldu
þau hjón en Einar lést 1967 (f. 1887), Kristbjörg býr nú í Reykja-
vík. Einar Jónsson hafði mikinn áhuga á félagsmálum- Hann átti
þátt í stofnun Ungmennafélagsins Drífanda og slysavarnadeildar
undir V-Eyjafjöllum. Hann var bókhneigður og fróðleiksfús.
Víðsýni er mikið á Hólmabæjum og ógleymanlegt þeim, sem
dvalið hafa til lengdar á þeim slóðum, fjallahringur Suðurlands-
undirlendisins geysivíður og útsýn til Vestmannaeyja, er skarta „sem
safírar greypt.ir í silfurhring" (E. Ben.).
18
Godasteinn