Goðasteinn - 01.06.1977, Side 28
eftir. Þá spurðu farþegarnir (boðsgestirnir), hvort honum væri sama
þó þeir yrðu eftir tii morguns. Hann kvað þá sjálfráða, því að hann
neyddi engan til að fylgja sér. Þegar hér var komið sögu, mun ég
hafa verið búinn að gjöra kaffinu góð skil. Eitthvað drakk Geir af
kaffi, en standandi, eða ekk.i man ég til að hann settist við borðið,
svo var hann gustmikill og sáróánægður við snjóbíls-mennina. Og
á eftir sagði hann við mig, að þetta væri bara fyrirsláttur hjá þeim
að eitthvað væri að bílnum, það væri hann sannfærður um. Þarna
urðu fremur snubbóttar kveðjur. Við tveir hröðuðum okkur út í
Fiatinn, sem stóð á hlaðinu og héldum af stað hið bráðasta. Síst
betra fannst okkur veðrið heldur en þegar við komum. Ók ég þó
hiklaust af stað. Þegar komið var nokkuð niður á Vellina gekk mér
illa að sjá fyrir veginum, svo ég stansa og scgi við Geir að ég sjái
mig tilneyddan að opna framrúðuna til að sjá betur, en það kosti
það, að við verðum uppfenntir. Framrúðan í bílnum var fjórskipt,
efri rúðurnar voru á hjörum opnanlegar. Hann segist ekkert hafa
við það að athuga, enda vel klæddur og saki ekki þó að snjói á sig.
En svo segir hann að sig langi líka að sjá eitthvað út og biður mig
opna rúðuna sín megin líka. Þá fór nú heldur betur að gusta um
okkur, en það hjálpaði mér, að ég sá þá fyr.ir veginum öðru hvoru.
En svo komu snjóhöft þar sem ekkert sást, þá var bara að halda
réttu striki þar til næst sást vegarbrún. Og það þarf ekki að orð-
lengja að þarna böðlaðist ég áfram hálfblindandi en viðstöðulaust.
Og vel hjálpaði mér sá kostur stóra Fíatsins, hvað vel sást fram
fyrir hann. Svo var það, er v.ið komum þar í Svínahrauni, er vegur-
inn fer að beygja til vinstri. Margir kölluðu það Klettabeygju. Þar
er slakki og auðvitað hulinn snjó, en ég taldi mig alveg vita, hvar
brautin var. Þá segir Geir mjög hastur: „Þér eruð að beygja“. ,,Já“,
svara ég h.inn rólegasti, ,,ég reyni auðvitað að halda veginum“.
„Það er engin beygja hér“, segir hann snöggur: „Hér hefur hún þó
verið“, svara ég, „og ekki trúi ég öðru en að hún sé hér enn, enda
ættum við fljótlega að fá svar við því, trúlega hattar fyrir vegarbrún
hér á næsta hraunhrygg“. Nú var ég ekkert feiminn að svara full-
um hálsi, vissi, að ég hafði rétt fyrir mér. Að þcssum töluðum orðum
sást móta fyrir veginum og bíllinn á honum miðjum. Þá sagði Geir
og nú í mildari tón: „Nú er ég steinhissa, ég hélt mig allra manna
26
Goðasteinn