Goðasteinn - 01.06.1977, Page 30

Goðasteinn - 01.06.1977, Page 30
Haraldur Guðnason: Oddur bóndi í Þúfu og prófessorinn I grein, sem ég skrifaði í Goðastein 1964 um Odd bónda Er- lendsson í Þúfu á Landi, er m. a. komist svo að orði: „Ekki hafa fundist nein bréf upp á það, að þeir hafi haft nokkur samsk.ipti á ævinni, hinn virðulegi og hálærði prófessor í kóngsins Kaupmannahöfn og bóndinn í Þúfu. Þó gæti verið, að bréf hafi farið milli þeirra . . . .“ Ég taldi líklegast, að Oddur hefði ekki verið búinn að senda Finni Magnússyni handritið að Dagskrá um Heklu-gosið 1845-46 er hann tileinkaði honum, en nú eru komnar í leitirnar heimildir um að svo hefur verið og brátt verður að vikið. Oddur lauk hreinskrift dagbókarinnar í febrúar 1847. Finnur andaðist í desember það ár. Hann á því skammt ólifað er hann fær handritið og trúlega orðinn sjúkur maður. Ekki varð því af prentun Heklurits Odds í Khöfn. En Oddur hefur fengið handrit sitt endur- sent. I grein minni fyrrnefndri segir frá því, hvernig handritið komst í safn Jóns Sigurðssonar (J. S. 422, nú í Landsbókasafni), en af því fer raunar tvennum sögum. Árið 1968 kom út bókin Heklueldar, eftir dr- Siguærð Þórarins- son, þar sem rakin er saga Heklugosa frá upphafi 11. aldar til 1947 eftir tiltækum heimildum. Sá kafli bókarinnar, er greinir frá Hekiugosinu 1845, er byggður á þremur samtíma heimildum: Dagskrá Odds í Þúfu, Fréttum af Heklu, úr Rangárvallasýslu, eftir séra Jóhann Björnsson í Kirkjubæ, komu í Nýjum Félagsritum, 6.-8. árg. og skýrslu eftir Pál sýslumann Melsted í Hjálmholti. Skýrsla Páls nær til janúarloka 1846, prentuð í Nýjum Félagsritum, 6. árg. 28 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.