Goðasteinn - 01.06.1977, Page 30
Haraldur Guðnason:
Oddur bóndi í Þúfu
og prófessorinn
I grein, sem ég skrifaði í Goðastein 1964 um Odd bónda Er-
lendsson í Þúfu á Landi, er m. a. komist svo að orði:
„Ekki hafa fundist nein bréf upp á það, að þeir hafi haft nokkur
samsk.ipti á ævinni, hinn virðulegi og hálærði prófessor í kóngsins
Kaupmannahöfn og bóndinn í Þúfu. Þó gæti verið, að bréf hafi
farið milli þeirra . . . .“
Ég taldi líklegast, að Oddur hefði ekki verið búinn að senda
Finni Magnússyni handritið að Dagskrá um Heklu-gosið 1845-46
er hann tileinkaði honum, en nú eru komnar í leitirnar heimildir
um að svo hefur verið og brátt verður að vikið.
Oddur lauk hreinskrift dagbókarinnar í febrúar 1847. Finnur
andaðist í desember það ár. Hann á því skammt ólifað er hann fær
handritið og trúlega orðinn sjúkur maður. Ekki varð því af prentun
Heklurits Odds í Khöfn. En Oddur hefur fengið handrit sitt endur-
sent. I grein minni fyrrnefndri segir frá því, hvernig handritið komst
í safn Jóns Sigurðssonar (J. S. 422, nú í Landsbókasafni), en af því
fer raunar tvennum sögum.
Árið 1968 kom út bókin Heklueldar, eftir dr- Siguærð Þórarins-
son, þar sem rakin er saga Heklugosa frá upphafi 11. aldar til
1947 eftir tiltækum heimildum.
Sá kafli bókarinnar, er greinir frá Hekiugosinu 1845, er byggður
á þremur samtíma heimildum: Dagskrá Odds í Þúfu, Fréttum af
Heklu, úr Rangárvallasýslu, eftir séra Jóhann Björnsson í Kirkjubæ,
komu í Nýjum Félagsritum, 6.-8. árg. og skýrslu eftir Pál sýslumann
Melsted í Hjálmholti. Skýrsla Páls nær til janúarloka 1846, prentuð
í Nýjum Félagsritum, 6. árg.
28
Goðasteinn