Goðasteinn - 01.06.1977, Page 46
Ekki að kvarta
Þó að efnin virð.lst vönd
veru dimmur staður,
bara ef sé ég sólar rönd,
svo má ég vera glaður.
Kvöld
Nú er komið niðdimmt kvöld,
nærri mál að hátta,
þannig gengur öld af öld,
allir dagar nátta.
ÚR BRÉFUM ÍNGUNNAR Á SKÁLAFELLI:
Mér er það í barnsminni, þegar ég var að heimsækja Guðnýju
móðursystur mína í Odda, þá sé ég hjá henni svuntu, sem bönd
voru fest í tvö hornin. Víst held ég að hvort um sig hafi verið
meter langt. Þetta voru bönd ofin á fæti eins og Kristín Erlends-
dóttir á Rauðabergi gerði. Ekki man ég hvort þessi svunta var
rykkt undir hald. Efnið í henni var heimaofin einskefta úr íslenskri
ull, langröndótt í allskonar jurtalitum eða deildalit, mjög snyrti-
legt og vel hirt eins og allt, sem Guðný hafði undir höndum. Þetta
var venju fremur stór svunta og var höfð til þess að vefja utan um,
sem svo var kallað, þegar farið var með ungbarn til skírnar eða
annað út frá heimilinu. Eöndin voru vafin utan um bol barnsins
en hendur og fætur voru frjálsar til hreyfingar. Þannig frá gengið
var þetta nefnt reifastrangi.
29. 10. 1975.
44
Goðasteinn