Goðasteinn - 01.06.1977, Side 59

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 59
Johns Kennedy og í nánd hennar eru orð hans til þjóðarinnar sem „grafletur á grjóti“. Við ókum hjá Hvíta húsinu í bak og fyrir en leist ekki á að setja okkur í langa biðröð í steikjandi hita til að fá inngöngu um náðardyrnar. Við sáum Capitol, marmarahöll í skín- andi birtu, líkt og upphafið listaverk. Við gengum um rómversk katólsku dómkirkjuna, mikið musteri og fagurlega skreytt með gull- mósaik og helgimyndum í stíl fornrar kristni. I kjallara hennar er stór verslun og myndarleg matsala, þar sem við sáum matarþörf okkar borgið. I nánd safna Smithsonian stofnunarinnar skildu ieiðir okkar Bárðar. Hann hafði orðið okkur fyrri til með að skoða sum þeirra en átti önnur óskoðuð. „Hratt flýgur stund“. Við komumst ekki yfir að skoða nema lítið af þeim menningar- og fræðsluauði, sem Smithsonian stofnun.in hefu.r safnað saman í safnhallir Washington borgar, margra daga og vikna verk væri að gaumgæfa hann. Smithsonian stofnunin, húsbóndi okkar þessa dýrðardaga, er ein merkasta safnastofnun í heimi, byggð á arfi enska auðmannsins James Smithson og hefur starfað frá 1846. Söfn Smithsonian eru heimsfræg og starf stofnunarinnar fjölþætt, í söfnun og rannsókn lætur hún sér fátt mannlegt óviðkomandi. Ekki höfðum við tóm til að skoða nema tvö safnanna, og þó í mýflugumynd, náttúru- fræðisafnið og listasafnið. Náttúrufræðisafnið er aðdáunarvert á allan hátt, uppsetning gripa og lýsing svo sem best verður á kosið og auður gripa og tegunda með ólíkindum. Áhrifamikið er að virða fyrir sér beinagrindur úr risaeðlum forsögulegra tíma og þá þróun lífs, sem þarna getur að líta. Lífi og háttum indíána og eskimóa eru þarna gerð góð sk.il, svo og margra annarra þjóðflokka víðs- vegar um heim. Steinasafn safnsins er hrífandi fagurt. Listasafnið á verk margra meistara eldri og yngri tíma- Þar getur að líta verk manna eins og Rembrandts og Frans Hals, en best man ég kvöld- máltíðarmynd Salvadors Dali. í henni er fólgin mik.il prédikun. Síðasta dag okkar í Washington sá Högni Mohr því borgið að við fengum að koma í þinghúsið Capitol og sjá sali og vistarverur. Við hittum þar að máli senator Nelson frá Visconsin og áttum síðan greiða leið um bygginguna með aðgöngukort hans í höndum. Stund- arkorn sátum við á áheyrendapöllum í senati og congressi, þar sem Goðasteinn 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.