Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 60

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 60
þingfundir stóðu yfir. Þinghúsið er glæsilega fögur bygging jafnt innra sem ytra. Þar getur að líta miklar loft- og veggskreytingar og málverk og höggmyndir prýða ganga og sali. Húsið á sér langa og mjög merka byggingarsögu, en Georg Washington lagði hornstein þess 1793. Að áliðnum degi, eða kl. 4, héldum við út á Dulles flugvöll, en þaðan áttum við að hefja flug til Seattle um 6 leitið. Vivi Aase fylgdi okkur þangað. Hún hafði hugsað framúrskarandi vel um okkur allan tímann og kvaddi okkur öll með kossi að skilnaði. Við íslensku og færeysku fulltrúarnir fylgdumst að, en fulltrúar hinna Norðurlandaþjóðanna áttu ýmsa viðkomustaði á leiðinni vestur. Flugvélin hóf sig á loft frá Dulles flugvelli kl. óV^. Fullt fjögra tíma flug var framundan en við fvlgdum deginum og komum því í björtu til Seattle, sem raunar hefur einnig lengri sólargang um há- sumar en Washington. Það stytti leiðina að mun að Högni Mohr le.iddi mig inn í heim færeyskra þjóðkvæða og las mér einn þeirra sagnadansa sem um aldir hafa lífgað sál þjóðarinnar. Við flugum langt ofar skýjum en öðru hverju grisjaði í þau niður á sléttuna miklu og síðar hæðir og fjöll. Um sinn huldu þoka og ský alla út- sýn en svo, allt í einu, koma úr kafi snæfi þaktir fjallatindar og heimaleg tilfinning grípur Islendinginn og hún skilur ekki við hann að sinni, því skammt undan bíða íslenskar hendur þess að bjóða hann velkominn. Flugvélin renndi mjúklega niður á flugvöll Seattle og að nokkrum mínútum liðnum stóðum við ferðafélagarnir í hópi fólks, sem ávarpaði okkur á móðurmálinu góða- Ljósklædd kona setti rós í barm minn og bauð m.ig velkominn um leið og hún kynnti sig og mann sinn fyrir mér. Þetta voru þau Doris Olason og Ray Olason yfirverkfræðingur við Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Seattle, en þau höfðu tekið að sér að hýsa langferðamanninn. Ráð hafði verið fyrir því gert að ég gisti hjá Tana Bjornson, bróður Doris, og konu hans, Sigríði, en svo illa tókst til að hún hafði brákast á fæti tveim dögum fyrir komu okkar. Eigi að síður voru þau hjónin ennnig mætt þarna til að bjóða okkur velkomin og lét Sigríður sér í engu bregða, þótt hún gengi um í gifsstokki. Kristinn Gíslason og Margrét kona hans áttu boðið athvarf hjá náfrænku Margrétar, Guðrúnu, og manni hennar Jóni Magnússon. 58 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.