Goðasteinn - 01.06.1977, Page 63
Nœturmynd. frá Seattle.
Center, sem opna skyldi 6. júlí. Þarna hitti ég margt gott fólk,
Ágústu Brock formann The Icelandic Club, Harald Johnson áhrifa-
mann í því félagi, Tana og Sigríði, Elínu Chitwood barnabarn séra
Matthíasar Jochumssonar og síðast en ekk.i síst Roy Walters vænt-
anlegan hollvin minn- Honum var falin yfirumsjón með sýningu
norrænu félaganna í Seattle Center 6.-10. júlí.
Á kvöldfundinum voru nokkrar fagrar stúlkur í þjóðbúningum.
Þetta voru þær miss Finland, miss Sweden, miss Norway, miss
Denmark og miss Iceland. Hún var þeirra æðst í vali eða princess.
Skartaði hún vel í íslenska upphlutnum. Nafn hennar er Dorothy
Thordarson. Svo undarlega var því varið að hún hafði heimsótt mig
í byggðasafninu í Skógum og vel þekkti ég til föðurættar hennar.
Faðir hennar, Helgi Thordarson, er skaftfellingur í báðar ættir.
Móðir hans, Rúna, er dóttir Helga Þorsteinssonar frá Skammadal í
Mýrdal. Charlotta kona Helga er ættuð frá Skotiandi og Þýskalandi,
mikil öndvegiskona á alla grein. Átti ég eftir að binda við þau vina-
kynni.
Félagsstarf íslendinga í Seattle á sér orðið langa sögu. Kven-
félagið Eining starfar þar enn með góðu lífi, og heldur fund í
Goðasteinn
61