Goðasteinn - 01.06.1977, Page 67
gangi, kona litaði ull með jurtalitum, önnur óf bönd með spjöldum,
þriðja flosaði, ungur maður smíðaði gítar, annar mandólín og
skreytti fagurlega með perlumóðurskel, aldraður norskur arkitekt
skar út í klassiskum stíl, m. a. rímstafi og kopíur tréskurðar í norsk-
um stafakirkjum. Kona strokkaði smjör, aðrar ófu í vefstól, gerðu
brúður eða unnu að hannyrðum. Karlmaður gerði forkunnar fragra
hluti, m. a. dýr og fugla úr sápusteini. Svona mætti lengi telja. Þarna
fóru fram ýmiskonar leik.ir, m. a. barna af japönskum og kínversk-
um ættum, sem klædd voru viðeigandi þjóðbúningum. Allt fór þetta
svo fram undir söng og hljóðfæraslætti manna, sem lært höfðu í
skóla lífsins, eins og allt hið ágæta handiðnafólk. Aftur bar þarna
fyrir mig Seattle fjölskyldu, sem ég hafði kynnst í Wash.ington,
Allan og Lourie Johnson og dóttur þeirra. Feðginin léku á fiðlu,
hjónin u.nnu fyrir daglegu brauði í myndhöggvaralist- Þau skrifuðu
mér, þegar ég var kominn heim, og kváðu erf.itt að láta lífið falla í
fastar skorður eftir allt hið nýja, sem safnast hafði að huganum á
þjóðháttahátíðum sumarsins.
Eftir vinnuskyldu dagsins dvaldi ég um stund í garðinum með
Roy, Kathy og Davíð. Dixiland lúðrasveit lék þar fólki t.il skemmt-
unar. Þar var leikið og sungið eitt af uppáhalds lögum mínum,
Danny boy og að hlýða því var líkt og að vera kominn heim. Um
kvöldið dvaldi ég í ró og næði á heimil.i Roys. Raunar gengum við
út á götuna undir miðnættið. Þar var þá skotið flugeldum og
sprengdir kínverjar líkt og á gamlárskvöld á Islandi.
Mánudagurinn 5. júlt var almennur frídagur í Bandaríkjunum.
Ók ég þá með Roy og fjölskyldu hans í heimsókn til Öglu Jacobsen,
þar sem Tove systir hennar var gestkomandi. Snæddum við þarna
hádegisverð, sem í engu var til sparað. I ábæti var afmæliskaka
Bandaríkjanna fallega skreytt. Agla býr í miðborg Seattle. Vann
hún um 30 ár hjá símafélagi og er nú komin á eftirlaun en hefur
nóg að starfa við félagsmál ýmiskonar. Sonur hennar Mummi er í
góðri stöðu og býr annarsstaðar í borginni með fjölskyldu sinni.
Hitti ég hann síðar í Seattle Center og fékk heimboð, sem tími
vannst ekki til að þiggja. Málverk eftir Þórarinn Þorláksson prýddi
einn vegginn á heimili Öglu og þar sá ég skautbúning Sigríðar
Jacobsen, silkikyrtil með gullbaldíringu á barmi og gulum blómstur-
Godasteinn
65