Goðasteinn - 01.06.1977, Page 70
landanna. íslendingar og Færeyingar áttu saman dagskrá. Þar sungu
Tani Bjornson og dr. Edward Pálmason einsöng og tvísöng sér til
sóma og öllum til ánægju. Færeyingar dönsuðu hringdans og sungu
en Högni Mohr leiddi dansinn inn með snjöllu ávarpi og kynningu.
Norræna prinsessan Dorothy Thordarson kynnti dagskrá íslands
og Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Islands, ávarpaði samkomu-
gesti.
Hámark hátíðarinnar var að kvöldi 9. júlí í Piayhouse 1 Seattle
Center- Komu þar £ram hóparnir frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku
og Noregi, sem verið höfðu í Washington og síðan á ferð áleiðis
til Seattle. Auk þeirra sýndu Færeyingar dansa sína og Tani Bjorn-
son sá sæmd íslands borgið. Flutningur á dagskrá tók fulla 3 tíma
og var í lengsta lagi því ekki er fjarstætt að segja að verið væri að
spila sömu dansmúsíkina upp aftur og aftur. Ógleymanlegt er mér
frá þessu kvöldi að hlusta á Lauri Kahilainen frá Finniandi leika á
borðhörpu sína í undirleik söngs, þjóðlagið heimsþekkta: Fjær er
hann enn þá frá iðgrænum dölum. Leikur Norðmanna á Harðang-
ursfiðlurnar hreif hugann og stökkdönsum þeirra var ákaft fagnað.
I hópi dönsku fiðlaranna var Evaid Thomsen frá Fjóni, sem er
landsþekktur maður þar fyrir fiðluleik sinn og að ég held á launum
frá danska ríkinu til að útbreiða og glæða áhuga fyrir fiðluleik og
gamalli fiðiumúsík. Allur flutningur á dagskrá kvöldsins var nor-
rænni menningu til vegsauka.
í heimför eins kvöldsins óku Ray og Doris mér í heimsókn
til Steinþórs Hermanns og konu hans May. Magnea amma Steinþórs
var dóttir Péturs Guðjohnsen organista, gift Hermanni Hjálmars-
syni frá Brekku í Mjóafirði. Eru þeir Steinþór og Vilhjálmur
menntamálaráðherra náfrændur. May er af Barkarstaðaættinni í
Fljótshlíð og sömu ættar og Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. bæjar-
fógeti á ísafirði. Rose systir May var í heimsókn hjá henni. Er hún
starfandi kennari. May hafði heimsótt frændfólk sitt á íslandi s.l.
vor og gat sýnt mér myndir úr næsta nágrenni mínu að kalla. Svo
lítill er heimurinn, þegar allt kemur til alls.
Undir lok dvalar okkar í Seattle var öllum norrænu gestunum
boðið í skemmtisiglingu um höfnina í Seattle. Veður var þá fremur
svalt svo margir kusu fremur að vera á neðra þilfari- 1 ferðinni gafst
68
Goðasteinn