Goðasteinn - 01.06.1977, Side 73

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 73
frá borginni Seattle og öliu því dásamlega fólki, sem þar hafði borið okkur á höndum sér, ef svo má segja. Útsýnið áfram til austurs, yfir Klettafjöllin og landið allt, austur til Chicago, var svo gott sem á varð kosið. Vítt og breitt lá landið, er austar dró eins og risastórt, myndofið teppi, skreytt ám og vötn- um og kringlóttum og ferhyrndum reitum hins ræktaða lands. Und- arlegt hve stutt er til þess að rekja, er öll þessi víðátta var því nær ósnortin af áhrifum mannsins. Við áttum nokkurra klukkustunda viðdvöl í flugstöðinni í Chicago og tókum lífinu með ró. Um kvöldið lá leiðin upp í nætur- himininn en í nánd Grænlandsjökla heilsuðum við nýjum degi og ósofinn steig ég í morgunsárið fæti á föðurlandið og víst fann ég það að heima er best. Langri giftuför var nær lokið. í senn hafði hún veitt mér skemmtun og fróðleik og ekki var minnst um það vert að kynnast af eigin raun því, hversu Bandaríkjamenn leggja mikla rækt við varðveislu og vöxt erfðamenningar frá öllum heims- hornum, ef svo má segja. Kynnin af fólki af íslensku bergi brotið vestur í Seattle urðu mér minnistæð og mun ég víkja nánar að hversu það varðveitir arf sinn í máli og menningu. Fólk af norrænu bergi brotið hefur mjög sótt til sjávarsíðunnar í Washingtonfylki og British Columbia. í Seattle hitti ég þó nokkuð marga menn á efra aldri, karla og konur, sem töluðu hljómfagra norsku og höfðu þó aldrei til Noregs komið. Fólk af íslenskum ættum búsett í Seattle skiptir mörgum hundruðum og hugsar með mikilli hlýju til ættlandsins í austri. Furðu margir niðjar landnem- anna tala hreina og fagra íslensku. Fyrir mig, manninn heiman frá Islandi, var það opinberun líkast að heyra og nema af vörum þessa góða fólks málshætti, sem aldrei áður höfðu fyrir eyru borið. ,,N/i er skipt um og skyr gefið útá“, sagði Ingibjörg Scheving við visst tækifæri i Washington. Á leið frá flugvellinum í Seattle sagði Doris Olason í samtali okkar: ,,Haming)an sanna í Hólakoti“. Sama kona nefndi borðþurrkuna sína hinu gamla og góða nafni þvaga. Hvar hittist sú kona hér heima, sem heldur því orði uppi? Ást og virðing ráða hugsun, þegar henni er vikið til íslands og Goðasteinn 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.