Goðasteinn - 01.06.1977, Page 80
Einar Sigurfinnsson:
Félagsskapur og félagslíf
SÖGUBROT
Það fyrsta, sem ég man, viðvíkjandi félagsskap í skipulegu
formi í æskusveit minni, Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, er
bindindisfélagið Vonarstjarnan. Ekki man ég stofnár þess, en fyrir
aldamót var það. Drykkjuskapur var nokkuð rnikill þar, eins og
víðar um land. Brydesverslun í Vík hafði brennivínsámu á stokk-
um, og þar var mælt á flöskur og kúta handa viðskiptamönnum,
stundum meira en reikningurinn þoldi - með meiru, sem fylgja
vild.i.
Eins og kunnugt er, hóf Góðtemplarareglan starf sitt hér á landi
1884 og barst út víða um land á næstu árum mcð góðum árangri.
Áður höfðu þó bindindisfélög risið upp og starfað undir stjórn
áhugamanna á ýmsum stöðum, því margir sáu þörf fyrir að
stemma stigu við vínnautn. Þess er þó vert að geta, að konur
voru að segja má alveg utan við vínnautn, karlar einir frömdu
þann hættulega leik.
Sóknarkirkjan í Lanagholti var sá eini staður, þar sem fólk
gat komið saman og talast við. Hún var veglegt hús og vel sótt.
Fullkomin virðing var borin fyrir kirkjunni og starfi hennar, enda
var hún það salt, sem sannarlega veitti fólkinu þrótt og djörfung
til að lifa heilbrigðu lífi þrátt fyrir fátækt og cinangrun.
Ekki veit ég, hve margir stofnuðu Vonarstjörnuna, en fyrstu
stjórn hennar skipuðu: Þorlákur Sverrisson á Grímsstöðum, síðar
78
Goðasteinn